Hoppa yfir valmynd
17.11. 2022 Utanríkisráðuneytið

Ísland og Noregur veita Matvælaáætlun SÞ stuðning í Malaví

Ljósmynd frá Malaví: gunnisal - mynd

Sendiráð Íslands og Noregs hafa veitt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, í Malaví fjárhagslegan stuðning í viðbrögðum við matvælaskorti í landinu. Nú fer í hönd „magra” tímabilið þar sem margir Malavar hafa lítið sem ekkert til hnífs og skeiðar. Sameiginlega framlag norrænu þjóðanna tveggja nemur 4,1 milljón bandaríkra dala, eða rúmlega 600 milljónum íslenskra króna. Skrifað var undir samning um stuðninginn í Lilongve í gær.

Paul Turnbull umdæmisstjóri WFP í Malaví hrósar ríkisstjórnum Íslands og Noregs fyrir „eindreginn vilja til að tryggja fæðuöryggi þeirra sem eru viðkvæmastir á þessu einstaklega erfiða tímabili,” eins og segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá WFP og sendiráðum Íslands og Noregs í Malaví.

Framlaginu verður ráðstafað með beinum fjárframlögum til íbúa héraðanna Balaka og Chikwawa þar sem smábændur hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna hækkandi orku-og matvælaverðs.

Talið er að um 3,8 milljónir manna séu í bráðri hættu vegna matvælaskorts og þurfi á matvælaaðstoð að halda á tímabilinu fram til mars á næsta ári. Fjölgun þeirra sem þurfa á slíkum stuðningi að halda nemur rúmlega 130 prósentum miðað við sama tíma í fyrra. Malaví hefur orðið fyrir illa úti í matvælakreppunni í heiminum þar sem hrikaleg áhrif náttúruhamfara hafa leitt til hækkandi verðs á matvælum, orku og aðföngum. Átökin í Úkraínu hafa einnig stuðlað að verðhækkunum.

„Ísland er staðfast í stuðningi við berskjaldaða íbúa Malaví sem horfast í augu við hungur,” segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Malaví. „Aukin hætta á loftslagstengdum áföllum fyrir fátæk sveitaheimili eykur á vítahring fæðuóöryggis og þess vegna tók Ísland þátt í samstarfi við WFP um stuðning við heimili í viðkvæmri stöðu um að draga úr, stjórna og sýna seiglu gagnvart áhrifum þessara áfalla.“

Ríkisstjórn Malaví þakkar Noregi og Íslandi fyrir rausnarlegt framlag til að bregðast við „magra” tímabilinu 2022-2023,“ segir Charles Kalemba, ráðuneytisstjóri sveitastjórnarráðuneytisins. „Stuðningur þeirra tryggir að færri Malavíbúar líði hungur og að Malaví geti áfram einbeitt sér að þróunarmarkmiðum sínum eins og þau eru útlistuð í stefnunni Malaví 2063.“

Frá árinu 2014 hefur Ísland stutt við heimaræktaðar skólamáltíðir WFP í Mangochi og nýlega aukið stuðning til byggja upp seiglu gagnvart loftslagsbreytingum í sama héraði. Að auki studdi Ísland starfsemi WFP sem tengist viðbrögðum við COVID-19 á landsvísu jafnframt því að veita fórnarlömbum flóða í Chikwawa-héraði stuðning fyrr á árinu.

Fréttatilkynning WFP

  • $alt

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta