Hoppa yfir valmynd
18.11. 2022 Utanríkisráðuneytið

UNICEF sker upp herör gegn mismunun og fordómum

Ljósmynd: UNICEF - mynd

Kynþáttafordómar og mismunun gagnvart börnum á grundvelli þjóðernis, tungumáls og trúar eru algengir víðs vegar um veröldina, samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadagur barna er á sunnudaginn, 20. nóvember.

Í skýrslunni er horft til áhrifa mismununar gagnvart börnum og sýnt fram á að hvaða marki kynþáttafordómar og mismunun hafi áhrif á menntun þeirra, heilsu, aðgengi að skráðum fæðingarvottorðum og síðast en ekki síst á réttlátu dómskerfi.

Kerfislægir kynþáttafordómar og mismunun geta leitt til þess að börn búi við skort og útskúfun sem getur varað alla ævi," sagði Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF. "Þ særir okkur öll. Að vernda réttindi allra barna – hver sem þau eru, hvaðan sem þau koma – er öruggasta leiðin til að byggja upp friðsælli, velmegandi og réttlátari heim fyrir alla."

Í skýrslunni kemur fram að börn úr jaðarsettum þjóðernis-, tungumála- og trúarhópum, frá 22 lág- og meðaltekjulöndum sem lögð voru til grundvallar í greiningu, eru langt á eftir jafnöldrum sínum í efnameiri löndum í lestrarfærni.

Í tilefni af alþjóðadeginum á sunnudag hefur landsnefnd UNICEF á Íslandi hleypt af stokkunum nýju kynningarátaki sem hófst í morgun með frumsýningu á áhrifamiklu myndbandi sem er framleitt í samstarfi við Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvörð og Hannes Þór Arason, kvikmyndaframleiðanda. Með átakinu vill UNICEF, í aðdraganda Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, vekja athygli á réttindum barna og skera upp herör gegn fordómum, mismunun og réttindabrotum.    

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta