Hoppa yfir valmynd
08.12. 2022 Utanríkisráðuneytið

Þrír grunnskólar afhentir héraðsyfirvöldum í Úganda

Íslensk stjórnvöld afhentu héraðsyfirvöldum í Buikwe héraði í Úganda alls þrjá endurbætta grunnskóla í lok síðasta mánaðar, en endurbætur á skólunum er hluti af samstarfsverkefni Íslands og Buikwe héraðs á sviði menntamála. Í verkefninu fólst meðal annars endurnýjun og endurbætur á kennslustofum, eldhúsum og starfsmannahúsum. Einnig var byggð ný hreinlætisaðstaða fyrir bæði kennara og nemendur. Til viðbótar var ferðin nýtt í eftirlitsferð til St. Peter´s Ssenyi grunnskólans í Buikwe héraði, þar sem endurbætur standa enn yfir.  

Sendifulltrúi íslenska sendiráðsins í Kampala, embættismenn Buikwe og skólastjórnendur voru viðstaddir afhendingu skólanna. 

Þá undirritaði Þórdís Sigurðardóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Úganda, nýverið samstarfssamning við héraðsyfirvöld í Namayingo héraði um uppbyggingu fimm almenningssalerna með vatnsveitu í þorpunum Lugala og Lufudu. Að auki verður byggð upp þvottaaðstaða fyrir drengi í grunnskóla í Busiula þorpinu. Verkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefni íslenskra stjórnvalda og héraðsstjórninni í Namayingo og miðar að því að bæta lífsgæði íbúa fiskiþorpa í héraðinu.  

 
  • Þrír grunnskólar afhentir héraðsyfirvöldum í Úganda - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll
6. Hreint vatn og hreint
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta