Hoppa yfir valmynd
22.12. 2022 Utanríkisráðuneytið

Opinber framlög til þróunarsamvinnu aldrei hærri en árið 2021

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Framlög til opinberrar þróunarsamvinnu hafa aldrei verið hærri en árið 2021 samkvæmt nýjum tölum frá DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, sem birtar voru í vikunni. Skýrist það ekki síst af háum framlögum það ár í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Alls nam opinber þróunaraðstoð DAC-ríkjanna tæpum 186 milljörðum dollara sem samsvarar um 0,33 prósentum af samanlögðum vergum þjóðartekjum þeirra. Aukningin á milli ára var 8,5 prósent og má fyrst og fremst rekja hana til framlaga vegna COVID-19 sem voru að miklu leyti í formi bóluefna. Séu framlög í formi bóluefna dregin frá jókst þróunaraðstoð um 4,8 prósentum í samanburði við 2020. Heildarframlög tengd COVID-19 námu um 22 milljörðum dollara eða um 12 prósentum af heildaraðstoð DAC-ríkja.

Fimm ríki náðu viðmiði Sameinuðu þjóðanna um að 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum sé ráðstafað til opinberrar þróunaraðstoðar, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Lúxemborg og Þýskaland. Hæst var hlutfallið í Lúxemborg eða 0,99 prósent. Heildarframlag Ísland nam 0,28 prósentum samkvæmt DAC og hækkaði um 0,01 prósentustig á milli ára.

Þau ríki sem lögðu fram hæstu framlögin til opinberrar þróunaraðstoðar 2021 voru Bandaríkin, 47,8 milljarðar dollara, Þýskaland, 33,3 milljarðar, Japan 17,6 milljarðar, Bretar 15,7 milljarðar og Frakkar 5,5 milljarðar).

Þau ríki sem fengu hæstu framlögin voru Indland, Bangladesh, Afganistan, Eþíópía og Jórdanía.

Sjá tölur DAC um opinbera þróunarsamvinnu (ODA)

Sjá upplýsingar um Ísland hjá Þróunarsamvinnunefndinni

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta