Hoppa yfir valmynd
28.12. 2022 Utanríkisráðuneytið

270 fjöl­skyld­ur laus­ar úr viðj­um fá­tækt­ar

Alls 270 barna­fjöl­skyld­ur í Eþí­óp­íu sem bjuggu við sára­fá­tækt fyr­ir fjór­um árum eru nú í lok árs 2022 út­skrif­að­ar úr fjöl­skyldu­efl­ingu SOS og farn­ar að standa á eig­in fót­um, þökk sé stuðn­ingi frá Ís­landi. Þetta er afrakst­ur fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS en verk­efna­svæð­ið er í bæn­um Eteya og ná­grenni sem nefnt er Tulu-Moye.

Verk­efn­ið hófst árið 2018 og á að ljúka í lok árs 2023. Fjöl­skyld­ur í sára­fá­tækt voru vald­ar af verk­efna­stjórn á staðn­um, alls 566 for­eldr­ar og 1611 börn. 270 fjöl­skyld­ur eru út­skrif­að­ar og stefnt er að því að út­skrifa 360 fjöl­skyld­ur með 900 börn­um á ár­inu 2023.

Í frétt frá SOS Barnaþorpunum segir að for­eldr­arn­ir séu um­vafð­ir víð­tæku sam­fé­lags­legu stuðn­ingsneti sem ger­i það að verk­um að þeir afla sér tekna og fjöl­skyld­urn­ar verða sjálf­bær­ar. Börn­in fá því grunn­þörf­um sín­um mætt og þau geta hald­ið áfram námi. For­eldr­arn­ir hafa til­eink­að sér heil­brigð­ar upp­eldisað­ferð­ir með því að sækja nám­skeið þar að lút­andi og hef­ur vit­und for­eldra stór­auk­ist um ör­yggi og vernd barna.

„Þetta er ein­mitt lyk­ill­inn að fram­tíð­inni fyr­ir börn­in, að þau geti búið áfram hjá for­eldr­um sín­um og stund­að nám. Það er svona sem við rjúf­um víta­hring sára­fá­tækt­ar, að vera til stað­ar fyr­ir þess­ar fjöl­skyld­ur og fylgj­ast með þeim taka fram­tíð­ina í sín­ar hend­ur, fara að afla sér tekna og verða sjálf­bær­ar. Þetta eru mik­il gleði­tíð­indi,“ segir í fréttinni.

Verk­efn­ið efl­ir ekki bara fjöl­skyld­urn­ar sem í því eru held­ur líka inn­við­ina í nærsam­fé­lag­inu. Opn­að­ur var leik­skóli sem nýt­ist 223 börn­um for­eldra í krefj­andi að­stæð­um og börn í fá­tæk­um fjöl­skyld­um fengu náms­gögn. Fjöl­skyldu­efl­ing­in stóð af sér COVID-19 og náði að lág­marka áhrif far­ald­urs­ins á fjöl­skyld­urn­ar á svæð­inu.

„En erf­ið­ar áskor­an­ir blasa líka við fólk­inu. Há verð­bólga er í Eþí­óp­íu sem hef­ur hægt á ár­angri verk­efn­is­ins. Stríð­ið í Úkraínu og þurrk­ar á Horni Afr­íku hafa þar mik­il áhrif. Stjórn­laus­ar verð­hækk­an­ir eru á nauð­synja­vöru svo SOS hef­ur veitt matarað­stoð og brugð­ist við vannær­ingu barna. Lána­stofn­an­ir fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar veita vaxta­laus lán en verð­bólg­an hef­ur gert for­eldr­un­um erfitt fyr­ir með sparn­að sem seink­ar end­ur­greiðslu lán­anna. Fólk­ið fær þó áfram stuðn­ing frá lána­fyr­ir­tækj­un­um.“

Fjölskylduefling SOS í Eteya og Tylu-Moye er fjármögnuð af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með stuðningi SOS-fjölskylduvina og utanríkisráðuneytisins.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

1 Engin fátækt

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta