Hoppa yfir valmynd
03.01. 2023 Utanríkisráðuneytið

Yfir þrjú hundruð milljónir þurfa mannúðaraðstoð á árinu

Á þessu ári þurfa 339 milljónir á mannúðaraðstoð að halda, samkvæmt mati Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í mannúðarmálum, OCHA. Hlutfall þeirra sem draga fram lífið á mannúðaraðstoð hefur tvöfaldast í prósentum á fjórum árum, segir í skýrslu stofnunarinnar, Global Humanitarian Overview 2023. Kallað er eftir 51,5 milljörðum Bandaríkjadala til að mæta þörfinni á þessu ári sem er rúmlega 10 milljarða dala hækkun milli ára.

Á nýliðnu ári stóð heimurinn frammi fyrir alvarlegra hungri en dæmi eru um í langan tíma og gripið var til viðamikilla aðgerða til að afstýra hungursneyð. Um fimmtíu milljónir manna voru við hungurmörk í 45 ríkjum. Matvælaóöryggi fór vaxandi á árinu vegna stríðsátaka, loftslagsbreytinga og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hækkaði verð á matvælum, eldsneyti og áburði með tilheyrandi hækkun á verðbólgu í flestum ríkjum.

Á síðasta ári barst OCHA meira fjármagn frá framlagsríkjum en nokkru sinni fyrr en jafnframt var árið í fyrra það ár sem undirfjármögnun mannúðaraðstoðar var mest. Í fyrsta sinn fékk OCHA minna en helming þess fjár sem stofnunin taldi nauðsynlegt. „Bilið milli þarfa og fjármögnunar hefur aldrei verið meira og aldrei eins mikið áhyggjuefni,“ segir í skýrslunni.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

1 Engin fátækt
2. Ekkert hungur
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta