Hoppa yfir valmynd
05.01. 2023 Utanríkisráðuneytið

Miklar áhyggjur af matvælaöryggi í heiminum á árinu

Nú þegar innrásin í Úkraínu hefur staðið yfir í tæpt ár og loftslagsbreytingar halda áfram að valda usla í ýmsum heimshlutum eins og á Horni Afríku telja sérfræðingar að enn eitt ár fari í hönd með skelfilegum afleiðingum fyrir matvælaöryggi heimsins.

Innrás Rússa í Úkraínu leiddi til hækkunar á heimsmarkaðsverði á korni og áburði þar sem afar erfitt var að koma við útflutningi frá Úkraínu. Þótt samningur fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna hafi auðveldað sum birgðamálin þýðir hár áburðarkostnaður að margir bændur hafa ekki fjárhagslega burði til að kaupa áburð.

Ástandið gæti orðið enn hættulegra fyrir þá viðkvæmustu, að mati David Beasley, framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP. „Ég hef miklar áhyggjur. Ég óttast skort á matvælum á þessu ári. Ef við tökumst ekki á við þann vanda á skjótan, áhrifaríkan og skipulegan hátt - þá hef ég áhyggjur af því að við munum lenda í miklum erfiðumleikum um allan heim á árinu," sagði Beasley í samtali við fréttaveituna Devex.

Áætlað er að 828 milljónir manna búi nú við hungur og tvöfalt fleiri búa við alvarlegt fæðuóöryggi en fyrir þremur árum. Íbúar 49 ríkja draga fram lífið við hungurmörk.

Fæðuöryggi er meðal helstu umræðuefna á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos sem fram fer dagana 16.-20. Janúar.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta