Hoppa yfir valmynd
06.01. 2023 Utanríkisráðuneytið

UNICEF vill ná til 110 milljóna barna í 155 löndum

Ljósmynd: UNICEF - mynd

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur birt ákall fyrir árið 2023 þar sem óskað eftir 10,3 milljörðum Bandaríkjadala til að ná til 110 milljóna barna í neyð í 155 þjóðríkjum. „Í dag eru fleiri börn sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda en nokkru sinni fyrr frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Um allan heim standa börn frammi fyrir sögulegri samtvinnaðri kreppu - allt frá átökum og flótta til smitsjúkdómafaraldurs og aukinnar vannæringar,“ segir í ákalli UNICEF.

Stofnunin bendir á að 400 milljónir barna búi á svæðum þar sem átök geisa. Þá sé talið að um einn milljarður barna – næstum helmingur allra barna í heiminum – búi í löndum sem eru mjög viðkvæm fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Enn fremur hafi að minnsta kosti 36,5 milljónir barna verið fluttar frá heimilum sínum og 8 milljónir barna undir 5 ára aldri í 15 löndum eigi á hættu að deyja vegna vannæringar.

En ástandið er langt frá því að vera vonlaust,“ segir UNICEF. „Við vitum hvernig á að ná til barna sem eru í mestri hættu og í mestri þörf. Afgerandi og tímabærar mannúðaraðgerðir geta bjargað lífi barna og jafnframt sáð fræjum fyrir framtíðina. Í sífellt sveiflukenndari heimi þar sem fleiri börn búa við neyð en nokkru sinni fyrr er mikilvægt að UNICEF og samstarfsaðilar njóti stuðning, sem þýðir tímanlega og sveigjanlega fjármögnun. Það gerir okkur kleift að bregðast hratt við kreppum og sjá fyrir framtíðaráhættu.“

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

1 Engin fátækt
2. Ekkert hungur
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta