Hoppa yfir valmynd
10.02. 2023 Utanríkisráðuneytið

Fátækt og hungur eykst á ný eftir framfaraskeið síðustu áratuga

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Fátækt og fæðuóöryggi á heimsvísu eykst á ný eftir framfaraskeið síðustu áratuga. Truflanir á aðfangakeðjum, loftslagsbreytingar, heimsfaraldur kórónuveirunnar, efnahagsþrengingar, hækkun vaxta, verðbólga og innrásin í Úkraínu hafa leitt til þess að matvælakerfi heimsins hafa orðið fyrir fordæmalausum skakkaföllum.

Þannig hljóðar hluti yfirlýsingar yfirmanna nokkurra helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt voru í vikunni. Að yfirlýsingunni standa yfirmenn Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO.

Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna búa 349 milljónir manna í 79 ríkjum við matvælaóöryggi. Vannæring færist einnig í vöxt eftir þrjú samfelld ár þar sem vannærðum fækkaði. Horfur eru dökkar og áætlað að matvælabirgðir dragist saman. Þörfin er sérstaklega skelfileg í 24 ríkjum, þar af 16 í Afríku, sem FAO og WFP hafa skilgreint sem hungursvæði.

Í yfirlýsingunni kemur fram að til þess að bregðast við hækkun á verði matvæla, eldsneytis og áburðar hafi ríkisstjórnir varið yfir 710 milljörðum bandarískra dala til félagslegra verndarráðstafana og niðurgreiðslna sem um einn milljarður manna nýtur góðs af. Hins vegar hefður einungis 4,3 milljörðum Bandaríkjadala verið varið til slíkra útgjalda í lágtekjuríkjum borið saman við 507,6 milljarða í hátekjuríkjum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

1 Engin fátækt
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta