Hoppa yfir valmynd
20.02. 2023 Utanríkisráðuneytið

Hæsta framlag sögunnar úr neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna ​

Ljósmynd: UNOCHA - mynd

Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu á laugardag um hæsta framlag allra tíma, 250 milljónir Bandaríkjadala, úr neyðarsjóði samtakanna, CERF. Fjárframlaginu er ætlað að styðja við bakið á bágstaddasta fólkinu í nokkrum af gleymdustu kreppum samtímans og afstýra hungursneyð, að því er segir í frétt frá Sameinuðu þjóðunum.

„Um heim allan eru í dag 339 milljónir manna í þörf fyrir mannúðaraðstoð sem er aukning um 25 prósent frá síðasta ári,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Framlaginu verður ráðstafað í nítján ríkjum, meðal annars Afganistan, Búrkína Fasó, Haítí, Malí, Nígeríu, Sómalíu, Suður-Súdan og Jemen.

Á síðasta ári fengu um 160 milljónir manna stuðning úr neyðarsjóðnum en að sögn Sameinuðu þjóðanna eykst þörfin fyrir mannúðaraðstoð hraðar en getan til að bregðast við henni. Á þessu ári þarf um 54 milljarða Bandaríkjadala til að mæta þörfum 240 milljóna manna en óttast er að í besta falli náist helmingur þeirrar fjárhæðar.

Auk fyrrnefndra ríkja sem njóta stuðnings fjárframlags neyðarsjóðsins verður hluta fjárins varið til að styðja mannúðaraðstoð í undirfjármögnuðum kreppum eins og í Tjad, Kolumbíu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eritreu, Eþíópíu, Hondúras, Kenía, Líbanon, Madagaskar, Pakistan og Súdan.

Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð og Ísland greiðir árleg framlög til CERF samkvæmt rammasamningi.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta