Hoppa yfir valmynd
21.02. 2023 Utanríkisráðuneytið

Stuðningur Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna mikilvægur flóttafólki frá Úkraínu

Fjárframlög frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum hafa hjálpað til við að veita nauðsynlegan stuðning við fólk á flótta vegna stríðsins í Úkraínu, segir í grein á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í tilefni af því að á föstudag er liðið rétt ár frá hernaðarinnrás Rússa í Úkraínu.

„Á einu ári, hafa 5.3 milljónir manna verið á vergangi innan Úkraínu, á meðan 8 milljónir til viðbótar hafa flúið til annarra Evrópulanda þar á meðal Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna,“ segir í greininni.

Þar segir einnig að stórfellt neyðarástand ríki enn í mannúðarmálum í Úkraínu, og skjót viðbrögð framlagsríkja hafi hjálpað Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að bregðast við með aðstoð og vernd til stríðshrjáðra íbúa landsins, auk flóttafólks frá Úkraínu, sem hafi verið hýst í öðrum löndum.

„Á vetrarmánuðunum setti UNHCR af stað svokallaða „vetrarviðbragðsáætlun“ sem miðaði að því að hjálpa flóttafólki að lifa af kuldann. Þetta verkefni hefur falið í sér að veita stuðning í formi skjóls, smávægilegra viðgerða á heimilum, útdeilingu vetrarfatnaðar og beina aðstoð í formi peninga,“ segir í greininni.

Yfir 4.3 milljónir manna, sem urðu fyrir barðinu á stríðinu, fengu aðstoð innan landamæra Úkraínu af Flóttamannastofnuninni árið 2022 sem hluti af neyðarviðbrögðum hennar. Aðstoðin spannaði allt frá teppum og eldhúsáhöldum til byggingarefnis, skjóls, lögfræðiaðstoðar og ráðgjafar.


Nánar á vef UNHCR

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta