Hoppa yfir valmynd
23.02. 2023 Utanríkisráðuneytið

Kona deyr af barnsförum á tveggja mínútna fresti

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Kona deyr á tveggja mínútna fresti á meðgöngu eða við fæðingu, samkvæmt nýjustu gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eða tæplega átta hundruð konur á degi hverjum. Frá árinu 2016 hafa orðið litlar framfarir á þessu sviði og í fátækustu ríkjum heims fjölgar hlutfallslega konum sem deyja af barnsförum. Flest dauðsfallanna verða vegna alvarlegra blæðinga, sýkinga, óöruggra fósturláta og sjúkdóma eins og alnæmis, sem hægt væri að koma í veg fyrir eða meðhöndla.

Samkvæmt nýútkominni skýrslu frá WHO og fleiri stofnunum Sameinuðu þjóðanna – Trends in Maternal Mortality 2000-2020 – deyja konur af barnsförum einkum í fátækustu ríkjum heims og þeim ríkjum þar sem stríð geisa. Mæðradauði er mestur í Afríku sunnan Sahara en af þeim konum sem létust af barnsförum á árinu 2020 létust sjö af hverjum tíu í þeim heimshluta. Í stríðshrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Sómalíu, Suður-Súdan, Súdano g Jemen eru að jafnaði tvöfalt fleiri konur sem látast af barnsförum en í löndum þar sem friður ríkir.

"Þótt þungun eigi að vera tími gríðarlegrar vonar og jákvæðrar reynslu fyrir allar konur, þá er hún átakanlega hættuleg reynsla fyrir milljónir um allan heim sem skortir aðgang að hágæða og sómasamlegri heilbrigðisþjónustu," sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, í yfirlýsingu í gær, þegar skýrslan kom út.

Samkvæmt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á að ná dánartíðni mæðra niður í sjötíu konur miðað við hver 100 þúsund lifandi fædd börn fyrir árið 2030. Langt er í land með að ná því markmiði því árið 2020 létust alls 223 mæður af barnsförum þegar notað er sama viðmið.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta