Hoppa yfir valmynd
06.03. 2023 Utanríkisráðuneytið

Samningar við UNICEF um vatnsverkefni í norðurhluta Úganda

Ljósmyndir: UNICEF - mynd

Í síðustu viku voru undirritaðir samningar í Kampala, höfuðborg Úganda, milli íslenska sendiráðsins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Samningurinn hljóðar upp á rúmlega fjörutíu milljóna króna stuðning við vatns,- salernis- og hreinlætisverkefni, WASH, í héraðinu sem kennt er við Vestur-Níl í norðurhluta Úganda, við landamærin að lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.

Um er að ræða áframhaldandi stuðning við verkefnið sem unnið er af hálfu UNICEF í fátækum héruðum en íslensk stjórnvöld hafa áður veitt rúmlega 3,5 milljónum bandarískra dala til WASH-verkefna í héraðinu. Nú bætast við 3 milljónir bandaríkjadala.

Verkefnin koma til með að nýtast um 45 þúsund íbúum, ekki síst konum og börnum. Íslendingar hafa um árabil stutt við íbúa í þessu héraði, meðal annars með uppbyggingu á fiskmarkaði í Panyimur á bökkum Albertsvatns. Þar var líka reistur varnargarður, kostaður af íslensku þróunarfé, vegna hækkunar á vatnsyfirborði stöðuvatnsins.

Samningana undirrituðu Dr. Munir Safieldin af hálfu UNICEF og Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala.

  • Dr. Munir Safieldin og Þórdís Sigurðardóttir handsala samninginn. - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

6. Hreint vatn og hreint
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta