Hoppa yfir valmynd
27.03. 2023 Utanríkisráðuneytið

Átta ár liðin frá upphafi borgarastyrjaldar í Jemen

Ljósmynd: UNICEF - mynd

Í lok síðustu viku var minnst þeirra sorglegu tímamóta að átta ár voru liðin frá því borgarastyrjöld hófst með ólýsanlegum hörmungum fyrir börn og aðra íbúa. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, greindi frá því að 11 milljónir jemenskra barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda, rúmlega 540 þúsund börn undir fimm ára aldri þjáist vegna lífshættulegrar vannæringar og að á tíu mínútna fresti deyi barn af sjúkdómum og orsökum, sem hægt væri að afstýra.

„Síðastliðin átta ár höfum við flutt ykkur fréttir af skelfilegum aðstæðum barna í Jemen, hungrinu, hættunum, mannréttindabrotunum og dauðsföllum. Til eru sex og sjö stafa tölur yfir fjölda ungra og saklausra barna sem daglega glíma við allt það versta sem hugsast getur, enda hefur lengi verið talað um Jemen sem versta stað á jörðu til að vera barn. Þessar tölur eru líklega hættar að hreyfa við alþjóðasamfélaginu og almenningur nánast farinn að taka þessu skelfingarástandi sem óumflýjanlegum hlut og ljós vonarinnar hugsanlega í einhverjum tilfellum tekið að dofna,“ segir í frétt UNICEF.

„Eftir átta ár upplifa mörg börn og fjölskyldur þeirra að þau séu stödd í vítahring vonleysis,“segir Peter Hawkins, fulltrúi UNICEF í Jemen, sem bendir á að það sem börn og íbúar Jemen þurfi fyrst og fremst á að halda, sé varanlegur friður. Svo hægt sé að græða sár síðustu ára og vinna upp allt sem glatast hefur.

„Við öll þurfum því að tryggja að við höldum glæðum í ljósi vonarinnar hjá börnum og öðrum íbúum Jemen. Sýna þeim að við gefumst aldrei upp í því gríðarstóra verkefni sem það er, að bæta líf þeirra, tryggja velferð og öryggi uns friður kemst á,“ segir í frétt UNICEF.

Nánar á vef UNICEF

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta