Hoppa yfir valmynd
03.05. 2023 Utanríkisráðuneytið

Eitt barn af hverjum sjö nýtur verndar gegn líkamlegum refsingum

Einungis eitt barn af hverjum sjö á heimsvísu nýtur verndar laga gegn líkamlegum refsingum sem er algengasta form ofbeldis gegn börnum, allt frá léttum kinnhesti til grófra líkamsárása. Alþjóðlegur dagur helgaður útrýmingu líkamlegra refsinginga var síðastliðinn sunnudag og þá birtu alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children ákall um afnám allra tegunda líkamlegra refsinga fyrir árið 2030, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Samkvæmt skilgreiningu barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna á líkamlegri refsingu er hún „sérhver refsing þar sem líkamlegu valdi er beitt og ætlað er að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, hversu léttvæg sem hún kunni að vera.“ Barnaheill – Save the Chrildren segja að þrátt fyrir aðgerðir undanfarinna ára til að banna ofbeldi af þessu tagi hafa aðeins 65 ríki af 199 lögfest slíkt bann sem nær einnig til heimila.

Samtökin benda á að líkamlegar refsingar leiði til þúsunda dauðsfalla barna á hverju ári auk þess sem fjölmörg börn verði fyrir alvarlegu líkamstjóni, að ógleymdri þeirri niðurlægingu sem felst í verknaðinum. „Ýmiss konar líkamsrefsingar sem börn eru beitt myndu flokkast sem pyntingar ef þær væru framkvæmdar af fullorðnum,“ segir í frétt Save the Children.

Afríkuríkið Sambía var síðasta ríkið til að lögformlega banna líkamlegar refsingar í öllum aðstæðum í lífi barna.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta