Hoppa yfir valmynd
19.06. 2023 Utanríkisráðuneytið

Aukin framlög til UNHCR vegna átakanna í Súdan

Flóttafólk frá Súdan í flóttamannabúðum í Mið-Afríkulýðveldinu. - myndUNHCR

Alvarleg staða mannúðarmála vegna átakanna í Súdan var meginefni framlagaráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Genf í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði ráðstefnuna um fjarfundabúnað og tilkynnti um fimmtíu milljón króna viðbótarframlag Íslands til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem leiðir viðbrögð Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. 

„Afleiðingar átakanna í Súdan hafa verið skelfilegar fyrir íbúa landsins. Við þessar aðstæður er lykilatriði að veita viðkvæmum hópum vernd og lífsbjargandi mannúðaraðstoð en á ráðstefnunni kom einnig fram skýr krafa um að stríðandi fylkingar virði alþjóðleg mannúðarlög og semji um frið án frekari tafar,“ segir Þórdís Kolbrún.

Frá því átök brutust út í Súdan um miðjan apríl síðastliðinn hefur 1,8 milljón íbúa þurft að flýja heimkynni sín. Þar af hafa 400 þúsund manns leitað skjóls í nærliggjandi ríkjum, en talið er að um helmingur súdönsku þjóðarinnar þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta