Hoppa yfir valmynd
18.09. 2023 Utanríkisráðuneytið

UNGA78: Allsherjarþingið hefst á leiðtogafundi um heimsmarkmiðin

Ráðherravika allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna stendur yfir alla þessa viku og hefst í dag með leiðtogafundi um heimsmarkmiðin. Einnig verður boðað til leiðtogafundar um loftslagsmál og ráðherrafunda um heilbrigðismál, fjármögnun þróunar og undirbúningsfundar fyrir leiðtogafund um framtíðina, sem haldinn verður á næsta ári. Hundruð hliðarviðburða hafa verið skipulagðir í  ráðherravikunni og Ísland stendur fyrir einum slíkum – um konur í Afganistan – sem fram fer í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra taka þátt í störfum ráðherravikunnar. Forsætisráðherra stýrir meðal annars hringborði á leiðtogafundinum um heimsmarkmiðin og utanríkisráðherra flytur ræðu Íslands í almennri umræðu.

„Þetta er ekki tíminn til að setja sig í stellingar. Aðgerðir er það sem heimurinn þarfnast,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna áður en allsherjarþingið var sett. “Fjölpóla heimur er í mótun. Það getur verið jafnvægisþáttur, en fjölpóla heimur getur einnig leitt til vaxandi spennu, sundrungar og enn verra ástands.”

Guterres lagði áherslu á mikilvægi málamiðlana og sagði að í ráðherravikunni yrði meðal annars rætt um mikilvægustu málaflokka samtímans, loftslagsmál, heilsu, stríðsátök, hækkandi framfærslukostnað og vaxandi ójöfnuð.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta