Hoppa yfir valmynd
19.10. 2023 Utanríkisráðuneytið

Safnanir vegna neyðar fyrir botni Miðjarðarhafs

Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og styrkja mannúðarstarf á svæðinu með neyðarsöfnun. Þolendur átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þurfa á mikilli mannúðaraðstoð að halda.

Í frétt Rauða krossins á Íslandi segir að ástandið á svæðinu sé gríðarlega erfitt og neyðin mikil, sérstaklega á Gaza. Þar séu rafmagns- og vatnsbirgðir að þrotum komnar og fólk skortir mat, húsaskjól og læknisaðstoð.

„Um þessar mundir er Alþjóðaráðið að undirbúa sendingu af ríflega 60 tonnum af hjálpargögnum til Gaza sem verða send um leið og færi gefst, auk þess sem það er í sambandi við báða aðila átakanna til að minna á mikilvægi þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt, ásamt því að óska eftir því að gíslar Hamas-samtakanna séu látnir lausir án tafar,“ segir í fréttinni.

Svona er hægt að styrkja söfnunina:

Styrkja í gegnum heimasíðu Rauða krossins

SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova) 
Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr. 
Aur: @raudikrossinn eða 1235704000 
Kass: raudikrossinn eða 7783609 
Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649

Neyðarsöfnun UNICEF:

Sendu SMS-ið NEYD í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur.  

Frjáls framlög: 701-26-102015 Kennitala: 481203-2950

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta