Hoppa yfir valmynd
24.10. 2023 Utanríkisráðuneytið

Dagur Sameinuðu þjóðanna í skugga átaka

Dagur Sameinuðu þjóðanna er í dag, haldinn í skugga vaxandi átaka í heiminum, þar sem meðal annars 35 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hjá UNRWA, Flóttmannastofnun Palestínu, hafa látið lífið á síðustu dögum. Sjötíu og átta ár eru liðin í dag frá því Sameinuðu þjóðirnar urðu til með gildistöku sáttmálans um stofnun samtakanna, 24. október 1945.

„Við syrgjum og minnumst. Þetta eru ekki einungis tölur. Þetta eru vinir okkar og samstarfsfélagar, flestir kennarar. UNRWA syrgir þennan mikla missi. Þessi þrettán þúsund manna stofnun sem starfar víðs vegar um hernumdu svæðin í Palestínu hefur unnið sleitulaust með öðru mannúðarsstarfsfólki Sameinuðu þjóðanna á Gaza við að aðstoða dauðskelkaða borgara,“ segir á vef samtakanna.

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, minnir á að sáttmálinn eigi rætur að rekja til staðfestu um að koma á friði.Á þessum degi Sameinuðu þjóðanna skulum við skuldbinda okkur með von og ákveðni til að byggja upp betri heim í samræmi við væntingar okkar, sagði hann. „Við lifum í tvístruðum heimi. En við getum og verðum að vera sameinaðar þjóðir," sagði hann.

Meðal minningarviðburða sem fyrirhugaðir eru í dag eru tónleikar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, undir þemanu „loftslagsaðgerðir í forgang“, en sá málaflokkur er einn af lykilatriðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst í aðdraganda COP28 ráðstefnunnar í Dubai í næsta mánuði.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta