Hoppa yfir valmynd
27.10. 2023 Utanríkisráðuneytið

Þrjátíu milljónir frá Rauða krossinum til Marokkó og Líbíu

Ljósmynd: Rauði krossinn - mynd

Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu er lokið. Félagið sendir alls 30 milljónir króna til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf vegna hamfara sem urðu í þessum tveimur löndum með örfárra daga millibili í september síðastliðnum.

Í Marokkó varð öflugur jarðskjálfti þann 8. september og í Líbíu varð gríðarlegt flóð þann 11. september. Báðir þessir atburðir urðu þúsundum einstaklinga að bana og gerðu mikinn fjölda fólks heimilislaust.

Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Marokkó og Líbíu hafi frá upphafi neyðar á hvorum stað og veitt mikilvæga neyðaraðstoð. Þau hafa meðal annars aðstoðað við að rýma hættusvæði, flutt særða á sjúkrahús og veitt fyrstu hjálp og sálrænan stuðning í samvinnu við yfirvöld á hverjum stað. Í framhaldinu hafa þau dreift nauðsynjavörum sem veita skjól og hreinlæti og haldið áfram að veita sálfélagslegan stuðning fyrir íbúa á vergangi,” segir í fréttinni. 

Á báðum stöðum er nú þörf á gríðarlegri endurbyggingu. Það þarf að endurbyggja heimili, samfélög og líf fólks eftir þessar stórfelldu hamfarir og hjálpa fólki að vinna úr áföllunum sem þeim fylgja. Rauða kross hreyfingin vinnur nú hörðum höndum að þessu verkefni, en það mun taka langan tíma. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta