Hoppa yfir valmynd
14.12. 2023 Utanríkisráðuneytið

UNICEF áformar að ná til 93,7 milljóna barna á næsta ári

Ljósmynd: UNICEF - mynd

Gert er ráð fyrir að árið 2024 þurfi börn um allan heim á lífsnauðsynlegri mannúðaraðstoð að halda. Til að bregðast við sláandi fjölgun barna í neyð, sem búa ýmist við átök, hamfarir, sjúkdóma, vannæringu eða áhrif loftslagsbreytinga stefnir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, á að ná til 93,7 milljóna barna um allan heim.

„Milljónir barna á heimsvísu standa frammi fyrir flóknum og umfangsmiklum mannúðarkrísum árið 2024. Aukið fjármagn er nauðsynlegt til þess að gera UNICEF og samstarfsaðilum kleift að styðja við börn í neyð frá því augnabliki sem neyðarástand skellur á, en einnig undirbúa börn og samfélög undir framtíðar áskoranir,“ sagði Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF.

Þessi árlega aðgerðaráætlun og mat UNICEF á fjárþörf komandi árs undirstrikar hversu brýnt það er að takast á við þær áskoranir sem herja sérstaklega á börn. Á átakasvæðum búa börn við ofbeldi og landflótta, standa daglega frammi ógnum af líkamlegum skaða, tilfinningalegum og sálrænum áföllum, takmörkunum á menntun og annarri nauðsynlegri þjónustu. Samtímis glíma börn á ólíkum svæðum um heiminn við aukna hættu á misnotkun vegna viðvarandi ofbeldis.

Versnandi loftslagsbreytingar auka einnig umfang neyðarinnar en börn bera þungann af umhverfisáskorunum sem stofna heilsu þeirra og lífi í hættu, skapa matar- og vatnsóöryggi og takmarka aðgang þeirra að menntun.

Nánar á vef UNICEF

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

1 Engin fátækt
2. Ekkert hungur
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta