Hoppa yfir valmynd
29.10. 2024 Utanríkisráðuneytið

Umbætur alþjóðlegra fjármálastofnana og fjármögnun þróunar í brennidepli á ársfundi Alþjóðabankans

Forsætisráðherra Úkraínu ávarpar ársfundinn. - mynd

Samstaða með Úkraínu, áhyggjur af vaxandi átökum í Mið-Austurlöndum og Súdan og mikilvægi þess að tryggja öfluga fjármögnun til fátækustu ríkjanna í gegnum Alþjóðabankann bar hæst í ávarpi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á ársfundi Alþjóðabankans í Washington D.C. í síðustu viku. Fjármálaráðherra Lettlands flutti ávarpið fyrir hönd kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

„Samstaða Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna með Úkraínu í varnarbaráttunni gegn árásarstríði Rússlands er feiknasterk og lýsir sér meðal annars í nánu samstarfi innan kjördæmisins. Þar að auki hafa ríkin öll áhyggjur af vaxandi átökum víða um heim, ekki síst þróun mála í Mið-Austurlöndum og mannúðarástandinu á Gaza,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. „Alþjóðabankinn gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að aðstoð við þróunarríki, bæði þegar kemur að viðbrögðum við áföllum en kannski ekki síður þegar kemur að  uppbyggingu og efnahagslegri þróun til lengri tíma.“

Samhliða ársfundinum funduðu fulltrúar utanríkisráðuneytisins stuttlega með Ajay Banga, forseta Alþjóðbankans.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta