Hoppa yfir valmynd

Myndasafn

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Brussel í apríl 2022.

Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, ræðir við Shingo Yamagami, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu japanska utanríkisráðuneytisins, er reglubundið tvíhliða pólitískt samráð íslenskra og japanskra stjórnvalda fór fram í febrúar 2020.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna við komu hans til Íslands í september 2019.

Sigurjón Ragnarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bregður á leik. Hann fór í vinnuheimsókn til Malaví í ársbyrjun 2019 að kynna sér árangur þróunarsamvinnu þar í landi.

Bergdís Ellertsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, afhendir António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt 30. ágúst 2018.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var viðstaddur kosninguna er Ísland var kjörið í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna 13. júlí 2018.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi með með Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, 18. september 2016.

JC McIlwaine

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 24. september 2016.

Cia Park

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 2. október 2015.

Cia Pak

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 29. september 2012.

Devra Berkowitz

Dr. Riad Malki utanríkisráðherra Palestínu og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra staðfesta með formlegum hætti upptöku stjórnmálasambands milli Íslands og Palestínu þann 15. desember 2011.

Grétar Már Sigurðsson (1959-2009) var skipaður sendiherra í utanríkisþjónustu Íslands árið 2001 og ráðuneytisstjóri árið 2006. Síðasta starf hans í utanríkisráðuneytinu var staða sérstaks Evrópuráðgjafa utanríkisráðherra. Hann var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í opinbera þágu árið 2008.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á fundi með Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York, 26 febrúar 2008.

Evan Schneider

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþing Sameinðu þjóðanna 28. september 2007.

Paulo Filgueiras

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti sér þróunarsamvinnu Íslands í Úganda árið 2006.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ávarpar ráðherrafund EFTA á Höfn í júní árið 2006.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 26. september 2006.

Erin Siegal

Geir H. Haarde utanríkisráðherra, ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðana, 24. september 2004.

Michelle Poiré

Í Strassborg 7. maí 1999. Formennska Íslands í Evrópuráðinu hefst. Á myndinni sjást Emil Breki Hreggviðsson, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Sveinn Björnsson, þáverandi fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu.

Formennska Íslands í ráðherranefnd Evrópuráðsins árið 1999. Formennskan var kærkomið tækifæri til að árétta stuðning Íslands við vernd og eflingu mannréttinda, lýðræðisþróun og friðsamlega lausn deilumála. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra stjórnar utanríkisráðherrafundi Evrópuráðsins í Strassborg 4. nóvember 1999. Að baki honum eru Emil Breki Hreggviðsson og Nikulás Hannigan, sendiráðsritarar.

Heimsókn Javier Solana, aðalframkvæmdastjóra NATO til Íslands 1996. F.v.: Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Solana, og Davíð Oddsson forsætisráðherra.

Sigríður Snævarr sendiherra afhendir Nelson Mandela trúnaðarbréf sitt 1996.

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Walter B. Slocombe aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna undirrita bókun um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Í Reykjavík 9. apríl 1996.

Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra undirritar EES-samninginn árið 1992.

Athöfn að Höfða í Reykjavík þar sem utanríkisráðherrar Íslands og Eystrasaltsríkjanna undirrita skjöl um viðurkenningu á endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og gögn um upptöku stjórnmálasambands, 26. ágúst 1991. Fremri röð f.v. Algirdas Saudargas, utanríkisráðherra Litháen, Janis Jurkans, utanríkisráðherra Lettlands, Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Aftari röð: Sveinn Björnsson sendiherra og Guðmundur Eiríksson sendiherra.

Carrington lávarður framkvæmdastjóri NATO, Uffe Ellemann-Jensen utanríkisráðherra Danmerkur, George P. Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra.

Virendra Dayal, skrifstofustjóri aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, tekur við gjöf Íslendinga, Þingvallamálverki Jóhannesar Kjarvals, í tilefni af 40 ára afmæli aðildar Íslands að Sameinuðu þjóðunum árið 1986. Ásamt Dayal eru á myndinni Hörður Helgason, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og Matthías Á. Matthiesen utanríkisráðherra.

Hans G. Andersen, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, kveður sér til hljóðs á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 1986. Honum á hægri hönd er Helgi Gíslason.

Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, og George H. W. Bush varaforseti Bandaríkjanna, í Stjórnarráðinu árið 1983.

Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra og Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins, sitja EFTA fund í Genf.

Sendinefnd Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1979. Á myndinni eru Héðinn Finnbogason, Ívar Guðmundsson, Ingimar Jónsson, Berglind Ásgeirsdóttir, Bragi Níelsson, Árni Grétar Finnsson, Kornelíus Sigmundsson og Tómas Á. Tómasson.

Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, Einar Ágústsson utanríkisráðherra og Jimmy Carter Bandaríkjaforseti á NATO-leiðtogafundi í Washington.

Ráðstefna kjörræðismanna Íslands 1977. Á myndinni má m.a sjá Henrik Sv. Björnsson ráðuneytisstjóra og Pétur J. Thorsteinsson fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Ráðstefnunni lauk á Húsavík þar sem myndin er tekin.

Árið 1976 sleit Ísland stjórnmálasambandi við Bretland í Þorskastríðinu miðju. Frá vinstri: Símon Pálsson, Helgi Ágústsson, Steinn Lárusson.

Einar Ágústsson utanríkisráðherra undirritar ásamt Anthony Crossland utanríkisráðherra Bretlands, samning um lausn landhelgisdeilunnar 1. júní 1976.

Samningur Íslendinga og Vestur-Þjóðverja um lausn á landhelgisdeilunni vegna útfærslunnar í 200 mílur 21. nóvember 1975. F.v. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra, Einar Ágústsson, utanríkisráðherra Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðingur, Guðmundur H. Garðarsson, þingmaður, Þórarinn Þórarinsson þingmaður. Í viðræðunefnd Þjóðverja er m.a. Hans Jurgen Wischnewski Staatminister.

Bráðabirgðalausn á 50 mílna deilunni við Breta, október 1973. Við heimkomu sendinefndar Íslands frá London. F.v: Hannes Jónsson blaðafulltrúi, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, Hans G. Andersen, sendiherra.

Ásigling breska herskipsins Lincolns á varðskipið Ægi, 22. september 1973, í deilunni um útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 mílur.

Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Miðbakka Reykjavíkurhafnar þann 21. apríl 1971 þegar Vædderen lagðist að bryggju með Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða um borð.

Viðræður um aðild Íslands að EFTA, mars 1970. F.v.: Einar Benediktsson, deildarstjóri (síðar sendiherra), Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra og Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins.

Agnar Kl. Jónsson afhendir trúnaðarbréf á Ítalíu, Róm, febrúar 1970. Agnar gegndi lengst starfi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu (í 15 ár, 1944-51, og 1961-69).

Anna Agnarsdóttir

20 ára afmæli NATO var haldið hátíðlegt árið 1969. Á myndinni eru ásamt Bjarna Benediktssyni, Manlio Broslio (t.v), framkvæmdastjóri NATO og William Rogers utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Frá NATO-fundinum í Háskólabíó 1968: Frá vinstri Willy Brandt utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands og Manlio Broslio framkvæmdastjóri NATO.

Pétur J. Thorsteinsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, afhendir Lyndon B. Johnson trúnaðarbréf í ágúst 1965.

Landhelgisnefnd skipuð af utanríkisráðherra 19. maí 1959. F.h.: Þórarinn Þórarinsson, Gunnlaugur E. Briem, Davíð Ólafsson, Sigurður Bjarnason, Hans G. Andersen, Benedikt Gröndal, Jón Jónsson, Lúðvík Jósefsson og Henrik Sv. Björnsson.

Áslaug Skúladóttir glaðbeitt við ritvélina. Myndin tekin á sjötta áratugnum. Áslaug starfaði í utanríkisþjónustunni frá 1945-1994.

Lánasamningur í Alþjóðabankanum. Thor Thors, Eugene R. Black og Benjamín H. J. Eiríksson undirrita lánasamning í Alþjóðabankanum. Tveir óþekktir menn standa fyrir aftan þá.

Skjalasafn Alþjóðabankans

Á framhaldsfundi þriðja allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í apríl 1949. Á þessum framhaldsfundum allsherjarþingsins (eftir nýár) og aukafundum þingsins var Thor Thors alloft eini fulltrúi Íslands.

Utanríkisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, undirritar stofnsáttmála NATÓ, 4. apríl, 1949 í Washington. Thor Thors, sendiherra, stendur honum við hlið.

Fyrsta sendinefnd Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1946. F.v.: Thor Thors sendiherra, Finnur Jónsson dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson borgarstjóri (síðar utanríkisráðherra) og Ólafur Jóhannesson prófessor (síðar utanríkisráðherra).

Lýðveldisdaginn 17. júní 1944 var skjaldarmerki konungsríkisins Íslands fjarlægt af sendiráðinu í Washington. F.v: Þórhallur Ásgeirsson (síðar ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins), Henrik Sv. Björnsson sendiráðsritari (síðar ráðuneytisstjóri) og Thor Thors, sendiherra.

Fyrsta heimsókn forseta Íslands til erlends ríkis, Sveinn Björnsson í New York 1944. F.v.: Thor Thors, sendiherra í Bandaríkjunum, Árni Helgason, ræðismaður í Chicago, dr. Stefán Einarsson, Richard Beck prófessor, dr. Halldór Hermannsson frá Cornell háskóla, Sveinn Björnsson forseti, Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra, Gunnar Björnsson frá Minneapolis, Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður, Sveinbjörn Johnson, Guðmundur Grímsson og dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður í New York.

Pétur Benediktsson sendiherra og M.I. Kalinin forseti Sovétríkjanna við afhendingu trúnaðarbréfs í Moskvu, 10. maí 1944.

Lýðveldisstofnun, Þingvöllum, 1944.

Winston Churchill í Reykjavík 16. ágúst 1941. Hann hafði viðkomu á Íslandi eftir gerð Atlantshafssáttmálans með Franklin D. Roosevelt, Bandaríkjaforseta.

Pétur Benediktsson, sendiherra. Hann hóf störf í utanríkisráðuneyti Dana árið 1930; varð sendifulltrúi Íslands í London 1940 og jafnframt sendifulltrúi gagnvart ríkisstjórn Noregs þar. Pétur varð síðar sendiherra gagnvart þessum sömu ríkjum. Hann varð sendiherra í Moskvu 1944 og jafnframt gagnvart Frakklandi, Póllandi og Belgíu; Tékkóslóvakíu 1946; Ítalíu 1947; Sviss og Portúgal 1949 og Írlandi 1951. Hann varð fyrsti sendiherra Íslands gagnvart öllum þessum ríkjum.

Þjóðverjar hertaka Danmörku 9. apríl 1940 sem leiddi til stofnunar íslensku utanríkisþjónustunnar næsta dag. Myndin er frá flugvellinum í Kaupmannahöfn.

Sendiráð Danmerkur og Íslands í Buenos Aires, Argentínu, um 1936. Fánar beggja landanna blakta við hún. Myndin er frá þeim tíma er Danir fóru með framkvæmd utanríkismála fyrir Íslands hönd.

Anna Stephensen hóf störf hjá sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn 1. desember árið 1929 og starfaði samfleytt hjá sendiráðinu í 43 ár.

Jón Krabbe lögfræðingur (1874-1964). Hann vann að Íslandsmálum í Kaupmannahöfn í 55. ár; veitti sendiráði Íslands forstöðu 1924-1926 og 1940-1945.

Jón Krabbe og Sveinn Björnsson á skrifstofu sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn.

Sendiráð Íslands og Danmerkur í París um 1922. Íslenski fáninn sést hægra megin.

Grímur Thomsen, skáld (1820-1896), var fyrsti Íslendingurinn sem gegndi starfi (1848-1866) í utanríkisþjónustu Dana.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta