Hoppa yfir valmynd
4. júní 2020 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisvarpið - 6. þáttur. Mannréttindi og utanríkismál

Davíð Logi Sigurðsson, deildarstjóri hjá Alþjóða og þróunarsamvinnuskrifstofu, ásamt Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. - mynd

Í sjötta þætti Utanríkisvarpsins er rætt við Davíð Loga Sigurðsson, deildarstjóra hjá Alþjóða og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, um mannréttindi og utanríkismál. Sérstaklega er rætt um setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sem er eitt veigamesta hlutverk sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi. 

Mikla athygli vakti þegar Ísland hafði frumkvæði að því að flutt var sameiginlegt ávarp, af hálfu 36 ríkja, um bágt ástand mannréttinda í Sádi-Arabíu. Eins þegar Ísland hafði frumkvæði að því að mannréttindaráðið samþykkti ályktun um stöðu mannréttinda á Filippseyjum fyrir tæpu ári. 

Skýrsla mannfréttindafulltrúa SÞ um mannréttindaástandið á Filippseyjum kom einmitt út í dag eftir að þátturinn var tekinn upp.

Utanríkisvarpið · 6. þáttur. Mannréttindi og utanríkismál

Þættina má einnig nálgast á Spotify.
Upphafsstef: Daði Birgisson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta