Starfsþjálfun
Utanríkisráðuneytið hefur frá árinu 2002 auglýst eftir almennum starfsnemum í starfsþjálfun. Að jafnaði hefur starfsþjálfun verið auglýst tvisvar á ári, að hausti fyrir tímabilið janúar til júní og að vori fyrir tímabilið júlí til desember.
Starfsþjálfunin fer fram á einhverri starfstöð utanríkisráðuneytisins erlendis eða á aðalskrifstofu ráðuneytisins og stendur yfir í um sex mánuði. Markmiðið er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn færi á að kynnast störfum utanríkisþjónustunnar. Allt að fjórir starfsnemar hafa verið ráðnir hvort tímabil, samtals 8 á ári, og hefur hver þeirra starfað í einni af sendiskrifstofum Íslands erlendis eða á aðalskrifstofu ráðuneytisins. Mismunandi er frá ári til árs hvaða sendiskrifstofur um ræðir.
Menntunarkröfur fyrir starfsþjálfun eru a.m.k. B.A. eða B.S. gráða eða samsvarandi nám. Þá er krafist góðrar kunnáttu í íslensku, ensku og Norðurlandamáli, auk þess sem æskilegt er að viðkomandi hafi vald á frönsku eða þýsku og eða öðrum tungumálum sem nýst geta á þeim starfsstöðvum sem í boði eru hverju sinni. Leitað er að duglegum og samviskusömum einstaklingum með góða aðlögunarhæfni.
Ráðuneytið býður einnig skv. sérstökum samningum uppá starfsnám í ráðuneytinu fyrir nemendur í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri.
Starfsþjálfun er launað starf, og er upphæð launa miðuð við að duga til framfærslu að mestu leyti.
Um ráðuneytið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.