Hoppa yfir valmynd
Slice 1Created with Sketch.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - utanríkisráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

utanríkisráðherra

Þorgerður Katrín tók við embætti utanríkisráðherra 21. desember 2024. Hún var menntamálaráðherra 2003–2009, og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2017.

Hún hefur verið alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Viðreisn). Þorgerður Katrín var áður alþingismaður Reyknesinga 1999–2003, og alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2013 (Sjálfstæðisflokkur).

Fædd í Reykjavík 4. október 1965. Maki: Kristján Arason. Börn: Gunnar Ari, Gísli Þorgeir og Katrín Erla.

Stúdentspróf MS 1985. Lögfræðipróf HÍ 1993.

Lögfræðingur hjá Lögmönnum Höfðabakka 1993–1994. Yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins 1997–1999. Menntamálaráðherra 31. desember 2003 til 1. febrúar 2009. Forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins 2013–2016. Sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017.

Í stjórn Orators, félags laganema við HÍ, 1989–1990. Í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, 1993–1994. Varaformaður stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði 1993–1994. Í stjórn Vinnumálastofnunar 1997–2001. Í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1997–2001. Í nefnd á vegum menntamálaráðuneytis um fjölmiðla og konur 1998–2000. Ýmis störf á vegum íþróttahreyfingarinnar. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2005–2010. Í Þingvallanefnd 2009–2013. Formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur frá 2013. Í stjórn Þroskahjálpar frá 2011. Formaður Viðreisnar síðan 2017. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2018.

Alþingismaður Reyknesinga 1999–2003, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2013 (Sjálfstæðisflokkur), alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Viðreisn).

Menntamálaráðherra 2003–2009, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 2017, utanríkisráðherra síðan 2024.

Allsherjarnefnd 1999–2004 (formaður 1999–2003), menntamálanefnd 1999–2003 og 2010, samgöngunefnd 1999–2004, sérnefnd um stjórnarskrármál 2000–2003, iðnaðarnefnd 2003–2004, kjörbréfanefnd 2003–2004, utanríkismálanefnd 2009–2010, 2017–2021 og 2021–, sérnefnd um stjórnarskrármál 2010–2011, heilbrigðisnefnd 2010, fjárlaganefnd 2010–2011, allsherjar- og menntamálanefnd 2011–2013.

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1999–2003 (formaður 2002–2003) og 2009–2011, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2011–2013 og 2021–2024, Íslandsdeild NATO-þingsins 2017–2021, þingmannanefnd Íslands og ESB 2022–2024.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta