Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
utanríkisráðherra
Þorgerður Katrín tók við embætti utanríkisráðherra 21. Desember 2024. Hún var Menntamálaráðherra 2003–2009, og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2017.
Hún hefur verið alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Viðreisn). Þorgerður Katrín var áður alþingismaður Reyknesinga 1999–2003, og alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2013 (Sjálfstæðisflokkur).
Fædd í Reykjavík 4. október 1965. Maki: Kristján Arason. Börn: Gunnar Ari, Gísli Þorgeir og Katrín Erla.
Stúdentspróf MS 1985. Lögfræðipróf HÍ 1993.
Lögfræðingur hjá Lögmönnum Höfðabakka 1993–1994. Yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins 1997–1999. Menntamálaráðherra 31. desember 2003 til 1. febrúar 2009. Forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins 2013–2016. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017.
Í stjórn Orators, félags laganema við HÍ, 1989–1990. Í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, 1993–1994. Varaformaður stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði 1993–1994. Í stjórn Vinnumálastofnunar 1997–2001. Í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1997–2001. Í nefnd á vegum menntamálaráðuneytis um fjölmiðla og konur 1998–2000. Ýmis störf á vegum íþróttahreyfingarinnar. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2005–2010. Í Þingvallanefnd 2009–2013. Formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur frá 2013. Í stjórn Þroskahjálpar frá 2011. Formaður Viðreisnar síðan 2017. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2018.Um ráðuneytið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.