Hoppa yfir valmynd

Markmið og árangur

Umfjöllun um árangur og ávinning af ráðstöfun fjármuna er kaflaskipt eftir málaflokkum þeirra málefnasviða sem utanríkisráðherra hefur forræði yfir. Uppbygging kaflanna er sambærileg þar sem markmið eru skilgreind, stöðumat er birt og þau verkefni tíunduð sem helst stuðluðu að framgangi viðkomandi markmiða. Árangursmælingar markmiða byggjast annars vegar á mælikvörðum áranna 2022 og 2023 í fjármálaáætlunum 2023–2027, 2024-2028 og 2025-2029 og hins vegar á aðgerðum ársins sem settar voru fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2023.

Eftirfarandi skýrsla sýnir markmið og aðgerðir eftir málaflokki. Hægt er að velja málaflokk og undirliggjandi markmið málaflokks og skoða þá mælikvarða sem settir voru fyrir markmið og málaflokk auk stöðu aðgerða sem styðja við markmið.


Þróun markmiða og mælikvarða

Nokkrar breytingar hafa orðið á markmiðum og mælikvörðum, eftir atvikum, með fjármálaáætlun 2025–2029, sem samþykkt var á Alþingi í júní 2024. Gerð er grein fyrir breytingunum og ástæðum þeirra í viðkomandi skjölum.

Staða aðgerða eftir málaflokkum

Yfirlit yfir stöðu aðgerða allra málaflokka eftir málefnasviðum í árslok 2023 er birt í töflum hér á eftir. Alls var skilgreind 37 aðgerð í fjárlagafrumvarpi en sumar þeirra styðja við fleiri en eitt markmið. Aðgerðirnar eru 28 aðgerðir fyrir málefnasvið 4 og 9 fyrir málefnasvið 35. Fimm aðgerðum er lokið, tuttugu og ein er komin vel á veg og níu aðgerðir eru hafnar. Áfram er unnið að aðgerðum sem þegar eru hafnar.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum