Brauðmolaslóð fyrir stærri skjái
- Ráðuneyti
- Forsætisráðuneytið
- Atvinnuvegaráðuneytið
- Dómsmálaráðuneytið
- Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Heilbrigðisráðuneytið
- Innviðaráðuneytið
- Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
- Mennta- og barnamálaráðuneytið
- Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiskrifstofur
- Samstarfsráðherra Norðurlanda
- Starfsfólk
- Stofnanir
- Nefndir
- Símanúmer og staðsetning ráðuneyta
- Umbra
- Utanríkisráðuneytið
- Utanríkisráðherra
- Ræður og greinar utanríkisráðherra
Ræður og greinar utanríkisráðherra
Leita í ráðuneytisfundum
Áskriftir
Dags. | Titill | Leyfa leit |
---|---|---|
26. mars 2025 | <p><span>Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið. Frelsið er tryggt með fyrirhyggju, traustum vörnum og öflugu alþjóðlegu samstarfi. Og með skýrri sýn og hugrekki til að standa með þessum grundvallargildum okkar þegar þrengt er að þeim úr ýmsum áttum.</span></p> <p><span>Sem betur fer eru eldsvoðar sjaldgæfir. Engu að síður eigum við slökkvitæki heima hjá okkur og vitum hvert við eigum að hringja ef eldur kviknar. Við viljum ekki að húsið brenni, og við viljum geta brugðist við ef hætta steðjar að. Sú staðreynd að við eigum slökkvitæki veldur ekki eldsvoða. Það sama á við um öryggis- og varnarmál. Við viljum ekki stríð, við viljum frið. En við þurfum að vera viðbúin og hafa skýra áætlun um hvernig við stöndum vörð um okkar grundvallargildi, sjálfstæði og öryggi – en ekki síður okkar mikilvægu innviði.</span></p> <p><span><strong>Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni</strong></span></p> <p><span><strong> </strong>Íslensk öryggis- og varnarmál byggja á skýrri sýn: Að tryggja öryggi landsins í nánu samstarfi við vina- og bandalagsþjóðir. Við gerum það með aðild okkar að NATO, samstarfi við Norðurlöndin og aðrar bandalagsþjóðir og með varnarsamningi við Bandaríkin. Þessar stoðir verðum við að styrkja og efla enn frekar með víðtækara samstarfi. Það blasir við í ljósi þróunar heimsmála síðustu vikur og mánuði enda grunnhlutverk ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Við búum í heimi þar sem ógnir eru raunverulegar – bæði hefðbundnar hernaðarógnir og nýjar áskoranir á borð við netárásir, skemmdir á innviðum og upplýsingaóreiðu.</span></p> <p><span>Það er ekki ógnarstefna að vilja öflugar varnir, rétt eins og það er ekki hræðslustefna að eiga slökkvitæki. Þetta snýst um skynsemi, ábyrgð og fyrirhyggju. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, styrkja alþjóðlegar stoðir okkar og tryggja að Ísland sé traustur hlekkur í sameiginlegri öryggiskeðju lýðræðisríkja.</span></p> <p><span><strong>Öflugar varnir forsenda friðar</strong></span></p> <p><span><strong> </strong>Frelsi krefst ábyrgðar. Það sama gildir um frið. Öflug varnarstefna er ekki andstæða friðar – hún er forsenda hans. Við viljum öryggi án þess að þurfa að óttast. Við viljum geta sofið rólega að næturlagi, vitandi að við eigum okkar „slökkvitæki“ og getum brugðist við ef hætta steðjar að.</span></p> <p><span>Við vonumst öll til þess að aldrei þurfi að kalla á slökkviliðið eða á aðstoð bandalagsþjóða okkar. En ef til þess kemur, þá viljum við vita að það sé einhver sem svarar kallinu, tilbúinn að bregðast við. Við viljum líka vita að fleiri en einn viðbragðsaðili mæti á svæðið til að slökkva eldinn. Rétt eins og við eigum fullt af vel hæfum slökkviliðsmönnum, þá er samstarf þeirra er lykilforsenda þess að verkið sé unnið.</span></p> <p><span>Þess vegna byggjum við upp varnir okkar í samvinnu við aðrar þjóðir og stöndum með þeim þegar vegið er að frelsi þeirra og fullveldi, því öryggi okkar er samofið öryggi bandamanna okkar. Og stoðirnar sem við treystum á þurfa að vera fleiri en ein. Við þurfum öflugt samstarf bæði austur um haf og vestur svo slökkviliðið sé samsett af þjóðum sem við höfum treyst tengslin við og sýnt að við erum verðugur bandamaður.</span></p> <p><span>Við kjósum öryggi fram yfir varnarleysi, samstöðu fram yfir einangrun, fyrirhyggju fram yfir aðgerðarleysi. Þess vegna þurfum við sterka öryggisinnviði og öflugar varnir – ekki vegna þess að við viljum átök og stríð, heldur vegna þess að við viljum frelsi og frið.</span></p> <p><span><em>Greinin birtist á Vísi 26. mars 2025.</em></span></p> <div> </div> | |
10. mars 2025 | <span><strong>Video address by H.E. Ms. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Minister for Foreign Affairs of Iceland</strong><em><strong></strong><br /> <br /> UNESCO High-Level Conference on Women and Girls in Afghanistan<br /> Paris, 7 March 2025</em><br /> <br /> Madame Director-General,<br /> <br /> Excellencies, friends,<br /> <br /> I am honoured to address this conference on the situation of Women and Girls in Afghanistan. It is a timely discussion, with tomorrow marking the fourth International Women’s Day since the Taliban’s violent takeover in August 2021.<br /> <br /> The situation for Afghan women and girls has become simply intolerable. The Taliban have subjected women and girls to systematic, brutal human rights violations, banning them from public life - including education - rendering them socially, politically, economically and legally marginalized. <br /> <br /> Despite all this, Afghan women have shown incredible courage and leadership and we all bear the responsibility to ensure that their voices are heard and their human rights upheld.<br /> <br /> Excellencies,<br /> <br /> The international community must remain firm in supporting Afghan women and girls. Their full enjoyment of all their human rights, including the right to education, should be our ultimate goal. Advocacy must be relentless and strategic, ensuring that the rights of Afghan women and girls remain a global priority. This is urgent, not only for women and girls in Afghanistan, but for the human rights of women and girls across the globe.<br /> <br /> First and foremost, we must not allow the situation to become normalized. Afghan women have repeatedly referred to the systemic discrimination and oppression they face, as gender apartheid. I hear their call and think it merits discussion.<br /> <br /> Educational restrictions have a profound impact on women’s overall social, economic, and political rights. Denying girls their human right to education not only limits personal growth but also the development of society as a whole. Educated women are indispensable to any society. Luckily, there are today many well educated, resilient Afghan women keeping up the fight for the future of their country; their own future.<br /> <br /> The impact of the restrictions put in place by the Taliban is devastating—not just in theory, but in real life. Let me share the story of a dear friend, Noorina, an Afghan doctor who fled to Iceland after the Taliban targeted her for providing women in rural areas essential health education. Today, Noorina has built a new life, earning Icelandic citizenship and contributing to our society. But her younger sisters, bright and full of potential, have not left their home in three years. Her mother, recently diagnosed with cancer, is being denied medical care—because under the brutal Taliban rule, women can only be treated by female doctors, and there are almost none left.<br /> <br /> Stories like hers are heartbreaking—and they are far too common. They remind us that denying women access to education, healthcare, and independence is not just a policy choice; it is a life sentence. Educated women are indispensable to any society. Yet in Afghanistan, they are systematically erased. This must never be accepted. Afghan women must have a seat at the table whenever their country’s future is discussed.<br /> <br /> Excellencies,<br /> <br /> UNESCO plays a pivotal role in promoting education as a fundamental human right, and in responding to global challenges with gender equality as an underlying principle. Both inside and outside Afghanistan, UNESCO has supported initiatives to provide quality education for Afghan women and girls, advocate for their rights, and collaborate with local and international partners. By leveraging its expertise and resources, UNESCO can help them build a brighter future for themselves, working together with the international community to maintain this global priority.<br /> <br /> I want to thank you all for your participation here today, especially the Afghan women participating in the panel and giving their testimonies from Afghanistan. I also wish to thank the Director-General and UNESCO for organizing this important conference and I look forward to seeing the follow-up on today’s discussions.<br /> <br /> Let this serve as our call to action for the women and girls of Afghanistan. The situation of women and girls in Afghanistan is a global issue and not just an Afghan issue. Let us stand together in solidarity and work towards a world where every woman and girl can thrive.<br /> <br /> Thank you.</span> | |
10. mars 2025 | <span></span> <p class="paragraph" style="text-align: center;"><span class="normaltextrun"><strong><span style="font-size: 14pt;">Ávarp utanríkisráðherra 8. mars 2025</span></strong></span></p> <p class="paragraph" style="text-align: center;"><span class="normaltextrun"><strong><span style="font-size: 14pt;"></span></strong></span><em>Hulunni svipt af March Forward heimsherferð UN Women</em></p> <p class="paragraph" style="text-align: center;"><span class="normaltextrun" style="color: black;"><em></em></span><em>á alþjóðlegum baráttudegi kvenna</em></p> <p><span><br /> <br /> Kæru gestir.</span></p> <p><span>Mig langar að byrja á því að óska ykkur og okkur öllum til hamingju með daginn. </span></p> <p><span>Í dag minnumst við þess að jafnrétti kynjanna er ekki aðeins sjálfsögð mannréttindi, heldur grundvallarforsenda fyrir friði, velsæld og öryggi í heiminum. Þetta er aldalöng barátta – sem oft hefur krafist mikilla fórna - en einnig skilað árangri eins og við þekkjum vel.</span></p> <p><span>Á baráttudögum er þó mikilvægt að við stöldrum við. Tökum ákveðna punktstöðu. Hvar stöndum við í dag og hvers vegna erum við hingað komin? </span></p> <p><span>Ég vildi að ég gæti staðið hér og sagt að baráttunni væri lokið. Að hingað værum við komin til að fagna því að nú væri þetta loksins í höfn og við þyrftum ekki að berjast áfram. </span></p> <p><span>En því miður hefur ýmislegt að undanförnu gefið okkur enn frekara tilefni til að þétta raðirnar og halda baráttunni að lofti. Henni er hvergi nærri lokið. </span></p> <p><span>Árið 2025 er stórt kvennaár, bæði hér heima og úti í heimi. Við minnumst mikilvægra tímamóta í jafnréttisbaráttunni og getum speglað okkur í sögunni. Í ár eru 50 ár frá fyrsta kvennaverkfallinu, sem markaði tímamót í jafnréttisbaráttunni hér á landi. </span></p> <p><span>Þrjátíu ár eru liðin frá því að Peking-yfirlýsingin var samþykkt á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna – en hún er enn talin framsæknasti og árangursríkasti vegvísir sem samþykktur hefur verið í heiminum um réttindi kvenna og stúlkna. Þá er aldarfjórðungur frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1325 um konur frið og öryggi. </span></p> <p><span>Ef litið er til baka, þá er eitt alveg víst. Án samstöðu og samtakamáttar hefðum við ekki náð þeim árangri sem raun ber vitni. Og við þurfum áfram að passa upp á þá samstöðu. Við megum ekki láta pólitískar kreddur eða innflutta hugmyndafræði grafa undan henni. </span></p> <p><span>Ég fór nýverið til Genfar til að taka þátt í ráðherraviku mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísland tók sæti um áramótin. Þar átti ég ýmsa fundi – meðal annars með fulltrúum frjálsra félagasamtaka. Samtaka sem meðal annars berjast fyrir réttindum kvenna og stúlkna, og hinsegin fólks á alþjóðavísu. Því miður er veruleikinn sem blasir við þeim ansi dapur. </span></p> <p><span>Það er ekki af ástæðulausu sem við tölum hér um bakslag. Þegar vegið hefur verið að réttindum kvenna og hinsegin fólks, jafnvel í ríkjum sem við höfum borið okkur saman við, þá erum við ekki á réttri braut. Það er ekki eitthvað sem við viljum horfa upp á, né að líflínu frjálsra félagasambanda um allan heim sé kippt úr sambandi. </span></p> <p><span>Og hvers vegna nefndi ég pólitískar kreddur og innflutta hugmyndafræði í þessu samhengi? Jú, vegna þess að nú horfum við upp á umræður um svokallaðan vókisma. Heyrum raddir sem segja okkur að við höfum gengið of langt. Öll þessi réttindabarátta hafi í raun ekki gert okkur gott. Þetta er eitthvað sem við höfum heyrt af og séð í gegnum samfélagsmiðla utan úr heimi síðustu ár en hefur nú í auknum mæli borist hingað heim. En um hvað snýst þetta allt saman?</span></p> <p><span>Eins og Jane Fonda vinkona mín sagði á dögunum: „Samkennd er ekki veikleiki eða vókismi. Og svo það sé sagt – vók þýðir einfaldlega að þér er ekki sama um annað fólk.“</span></p> <p>Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höldum baráttunni á lofti og séum vakandi fyrir þeim röddum sem reyna að kveða hana niður. Það er ekki af ástæðulausu að við berjumst fyrir jafnrétti. Óleiðréttur launamunur kynjanna fyrir síðasta ár var yfir 9%. Og því miður eru konur enn yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi.</p> <p>Svo hef ég nefnt réttindi hinsegin fólks í þessari ræðu líka, sem er heldur ekki að ástæðulausu. Réttindi kvenna eru nefnilega líka réttindi trans kvenna. Við getum ekki barist fyrir jafnrétti nema berjast fyrir janfrétti okkar allra. </p> <p>Kæru gestir</p> <p>Landsnefnd UN Women á Íslandi stendur sannarlega vaktina og ég fagna því að hún kynni þessa herferð hér í dag. Við göngum aftur á bak til að vekja athygli á bakslaginu og svo rösklega áfram fram á við í átt að fullu jafnrétti. Þetta endurspeglar seiglu baráttunnar í gegnum tíðina – því þrátt fyrir bakslögin þá höldum við alltaf áfram. Það er til svo mikils að vinna. </p> <p>Það er okkur í utanríkisráðuneytinu mikill heiður að styðja þessa herferð og ég mun ganga aftur á bak og áfram á samfélagsmiðlum fyrir jafnréttið - og hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. </p> <p>Ríkisstjórnin hefur einsett sér að vinna af einurð að því markmiði að ná fullu jafnrétti á Íslandi. Við viljum tryggja jafna stöðu og jöfn réttindi allra og standa með jaðarsettum hópum. Við viljum uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu og vinna gegn sundrungu og tortryggni og skapa aukið traust og samheldni. Leiðrétta kerfisbundið vanmat á virði kvennastarfa og útrýma kynbundnu ofbeldi, þar á meðal stafrænu kynbundnu ofbeldi, sem enn viðgengst í of ríku mæli hér á landi. </p> <p>Þegar kemur að alþjóðamálunum þá vil ég fullvissa ykkur um að Ísland mun áfram leggja allt kapp á að vera öflugur málsvari jafnréttis í heiminum. Við höfum til þess marga möguleika og nýtum þá alla eins og við framast getum. </p> <p>Fyrr í vikunni flutti ég ávarp á ráðstefnu UNESCO um stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan og sagði þar meðal annars sögu af kærri vinkonu, Noorinu, sem þurfti að flýja heimaland sitt vegna hótana Talibana. Hún er læknir og glæpur hennar var að hafa ferðast um lítil þorp til að fræða konur og stúlkur um kynheilsu sína og getnaðarvarnir. Hún þakkar fyrir að geta búið hér í öryggi sem kona en heima fyrir er staðan auðvitað ekki sú sama. Nýverið greindist móðir hennar með krabbamein en fær ekki meðferð vegna þess að konur mega ekki fá læknishjálp nema frá öðrum konum – en það eru nánast engar eftir þar sem þeim er bannað að vinna, mennta sig og jafnvel fara út fyrir hússins dyr.</p> <p>Við getum ekki setið og þagað heldur tölum við skýrt á vettvangi alþjóðastofnana og vinnum þétt með líkt þenkjandi ríkjum á þessu sviði. Á vettvangi mannréttindaráðsins munum við sömuleiðis láta rödd okkar heyrast hátt og skýrt. </p> <p>Við munum áfram leggja áherslu á valdeflingu kvenna og stúlkna í þróunarsamvinnu og aukinni þátttöku karla og drengja í baráttunni en um tveir þriðju hlutar framlaga Íslands til þróunarsamvinnu fara í verkefni sem styðja við og stuðla að jafnrétti kynjanna.</p> <p>Sömuleiðis erum við áfram málsvari aukinnar þátttöku kvenna í öryggis- og varnarmálum. Brátt hefjum við framkvæmd fjórðu landsáætlunar Íslands um konur, frið og öryggi sem kynnt verður á næstunni. </p> <p>Eins og áður sagði: hér á Íslandi hefur jafnrétti og virðing fyrir mannréttindum verið forsenda velsældar okkar. Því er gríðarlega mikilvægt að við höldum áfram að segja okkar sögu, og miðla af reynslu okkar alþjóðlega. </p> <p>Kæru gestir,</p> <p>Á mánudag hefst 69. þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York sem dómsmálaráðherrann okkar góði, Þorbjörg Sigríður – Obba – sækir fyrir hönd Íslands. Jafnréttismálin eru í góðum höndum hjá henni og ég treysti engum betur til að halda á þessum málaflokki. </p> <p>UN Women hefur kallað eftir auknu samstarfi stjórnvalda, grasrótar og atvinnulífs í jafnréttisbaráttunni og við hlustum. Hér eru nú sögulega margar konur við stjórn landsins, hvort sem er í ríkisstjórn, borgarstjórn, þjóðkirkjunni eða lögreglunni – svo ekki sé talað um sjálfan forseta lýðveldisins. Við munum halda áfram að greiða veginn fyrir stúlkur, konur og hinsegin fólk og gera okkar besta við að vera góðar fyrirmyndir – því fyrirmyndir eru svo dýrmætar.</p> <p>Að sjá aðra manneskju sem maður getur speglað sig í gera hluti sem mann dreymir um drífur mann nefnilega ansi langt áfram. Ég vona því að litlar stelpur í dag sjái enga hindrun í veginum fyrir sínum draumum. </p> <p>Kæru vinir, </p> <p>Jafnrétti er ekki sjálfgefið. Það krefst þess að við höldum vöku okkar, sýnum þrautseigju og samstöðu. Við höfum séð hvers megnugur samtakamátturinn er. Með því að sameina krafta okkar allra í baráttunni, og svara ákalli UN Women, getum við saman gengið áfram, skref fyrir skref, í átt að fullu jafnrétti – og betri og réttlátari heimi.</p> <p>Ég vil þakka ykkur öllum sem hingað komuð í dag og sérstaklega landsnefnd UN Women fyrir að kalla okkur saman hér á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Ykkar starf er mikils metið. Takk fyrir og áfram gakk! </p> | |
05. mars 2025 | <span></span> <p><span>Kæru samstarfsfélagar,</span></p> <p>Það er mér mikil ánægja að vera hér í dag þegar við kynnum og ræðum drög að endurskoðaðri langtímastefnu fyrir íslenskan útflutning. Sú niðurstaða sem við kynnum í dag er afrakstur samvinnu margra aðila og ég vil þakka öllum þeim sem komu að þessari vinnu en alls komu um 400 manns um allt land og úr öllum atvinnugreinum að endurskoðun stefnunnar.</p> <p>Eitt af meginmarkmiðum útflutningsstefnunnar er að Ísland verði leiðandi í sjálfbærum útflutningi. Við ætlum að nýta okkar einstöku náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt og leggja áherslu á grænar lausnir. Með því að fjárfesta í nýsköpun og tækni getum við aukið samkeppnishæfni okkar og skapað ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki.</p> <p>Við höfum greint þá atvinnugeira þar sem við teljum Ísland búa yfir styrkleikum sem geta gert okkur kleift að skara fram úr. Endurnýjanleg orka og grænar lausnir, nýsköpun og tækni, skapandi greinar, ferðaþjónusta og sjávarútvegur eru meðal þeirra sviða sem við ætlum að leggja sérstaka áherslu á.</p> <p>Framkvæmd stefnunnar krefst víðtækrar samvinnu milli stjórnvalda, atvinnulífs og annarra hagsmunaaðila. Íslandsstofa gegnir mikilvægu hlutverki við framkvæmd stefnunnar, en allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo árangur náist. Stjórnvöld þurfa að skapa það regluverk sem þarf og tryggja viðskiptasambönd á lykilmörkuðum. En fyrst og fremst er það atvinnulífið sjálft sem þarf að sækja tækifærin og gera þau að veruleika. Þannig náum við saman að styrkja útflutning og styðja við áframhaldandi sjálfbæran hagvöxt á Íslandi.</p> <p>Það er öllum ljóst að mikil óvissa ríkir í alþjóðasamstarfi og sviptingar á alþjóðavettvangi sem við sjáum ekki fyrir endann á. Ísland er langt frá því að vera ónæmt fyrir þessum vendingum, þar með talið íslenskt viðskiptaumhverfi. Á umbrotatímum sem þessum getur reynt á frumkvæði íslenskra útflutningsgreina, að leita nýrra tækifæra og aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Sem utanríkisráðherra mun ég leggja á það höfuðáherslu að vinna að hagsmunum Íslands í þessum ólgusjó.</p> <p>Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til þessarar stefnu og þá sérstaklega ykkur, fulltrúum í útflutnings- og markaðsráði. Ykkar drifkraftur og vinnusemi eru undirstaða árangurs okkar. Ég hlakka til að heyra ykkar álit og tillögur í kjölfar kynningarinnar og vona að við getum saman mótað stefnu sem styður við vöxt og velmegun Íslands.</p> | |
27. febrúar 2025 | <span style="text-decoration: underline;"> </span> <p><span>Ég vil byrja á því að þakka fyrir þetta málþing og það góða starf sem Varðberg hefur unnið á síðustu áratugum með því að halda á lofti umræðu um öryggis og varnarmál, stundum eins og hrópandinn í eyðimörkinni. Þetta er þó blessunarlega að breytast, þó það komi ekki til af góðu.</span></p> <p><span></span>Síðastliðinn mánudag voru þrjú ár frá því að allsherjarinnrás Rússlands hófst í Úkraínu. Við munum líklega flest hvar við vorum stödd 24. febrúar 2022, þegar fréttirnar af innrásinni bárust frá Úkraínu. Þær virtust í fyrstu ótrúlegar og fjarlægar, og úr takti við nútímann - landvinningastríð, skriðdrekar og stórskotalið í hjarta Evrópu. Þetta breytti okkar heimsmynd.</p> <p>Síðustu vikur höfum við svo horft upp á okkar mikilvægasta bandalagsríki þegar kemur að öryggi og vörnum breyta algjörlega um utanríkisstefnu. Skyndilega stendur Evrópa eftir í ákveðinni óvissu um stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamstarfi og að hvaða marki hægt er að treysta á varnartengdan stuðning þeirra. Þetta breytir líka okkar heimsmynd og veruleika.</p> <p>Allt þetta þýðir að ríki Evrópu verða að þétta raðirnar og standa saman. Þær raddir heyrum við nú skýrar en áður. Það er gíðarlega mikilvægt að íslenskir stjórnmálamenn skyni og skilji þessar breytingar og mikilvægi samstöðunnar. Við Íslendingar verðum að axla ábyrgð og getum ekki leyft okkur að vera óvirkir áhorfendur – slíkt getur reynst okkur ansi dýrkeypt.</p> <p>Innrásarstríð Rússlands kristallar um margt þróun síðustu áratuga sem hefur einkennst af umbrotaskeiði í alþjóðasamskiptum. Valdamikil ríki ganga nú lengra og lengra í því að túlka, sveigja og brjóta á bak aftur frelsi, lýðræði og mannréttindi, bæði heima fyrir og í alþjóðasamskiptum. Alræðisríkin vinna líka þéttar saman, eins og við sjáum í Úkraínu þar sem Norður-Kórea, Íran og Kína fóðra stríðsvél Pútíns.</p> <p>Og átök eru víðar. Það sjáum við sömuleiðis með skelfilegum hætti fyrir botni Miðjarðarhafs, í Afríku og Asíu. Á sama tíma sjáum við innan ríkja, lýðræðisríkja, öfl sem vilja ala á sundurlyndi og tala fyrir einföldum lausnum á flóknum viðfangsefnum til að slá pólitískar keilur, jafnvel í umræðunni hér heima. Ísland þarf að standa vörð um samstöðu vestrænna ríkja, tala fyrir mannréttindum og lýðræði gegn ofríki og alræði.</p> <p>Á síðustu þremur árum hafa Bandaríkin og ríki Evrópu staðið þétt að baki Úkraínu í þessu ólöglega innrásarstríði til að standa vörð um alþjóðalög, tryggja öryggi álfunnar og senda skýr skilaboð til annarra ríkja um að landvinningastríð verði ekki liðin. Við höfum unnið þétt saman að því að styðja við Úkraínu pólitískt, með mannúðaraðstoð og varnartengdum stuðningi eins og að leiða sprengjuleit í Úkraínu. Allt er þetta á grundvelli stefnu Alþingis um stuðning við Úkraínu.</p> <p>Það er ágætt að hafa í huga að síðastliðinn þriðjudag voru líka 3 ár frá því að síðustu hömlum vegna Covid var aflétt hér á landi eftir tveggja ára sóttvarnastreð. Stóri lærdómurinn af öllu þessu fyrir Ísland – bæði Covid og Úkraínustríðinu, er að við getum reynt að láta sem umheimurinn og hvað í honum gerist komi okkur lítið við, en umheimurinn er á öðru máli.</p> <p>Og staða alþjóðamálanna hefur líklega aldrei verið jafn viðkvæm og brothætt og í dag.</p> <p>Í ástandi sem þessu dugar ekki skeytingaleysi eða von um að hlutirnir reddist. Við þurfum að taka stöðu, meta og ákveða með hvaða hætti við hyggjumst mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð.</p> <p>Við getum ekki treyst á guð og lukkuna – á ótakmarkaða velvild annarra. Við verðum að gera meira sjálf, við verðum að gera betur og við verðum að taka frumkvæði. Við þurfum að sýna í verki að við erum verðugir bandamenn, vinir í raun og reiðubúin að axla byrðar í því samfélagi þjóða sem við viljum geta treyst á.</p> <p>Eins og einhver orðaði það, við getum ekki lengur ferðast um farseðilslaus á fyrsta farrými.</p> <p>Við getum öll verið sammála um að vilja frið. Friður er heitasta ósk íbúa Úkraínu, sem hafa þurft að þola linnulausar árásir í þrjú, en friður án réttlætis á sér enga framtíð. Við erum ekki ein um þá skoðun eins og nýleg atkvæðagreiðsla í Sameinuðu þjóðunum staðfestir. Þótt það sé meira en skringilegt að sjá Bandaríkin í hópi Rússa, Kínverja og Írana í atvæðagreiðslunni.</p> <p>Þetta hefur alveg verið skýrt í málflutningi Íslands. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu. Það segir sig sjálft að Úkraína og Evrópuríkin þurfa að eiga sæti við borðið þegar ræða á um öryggishagmuni álfunnar.</p> <p>Við höfum allt að vinna og öllu að tapa þegar kemur að því að standa vörð um grundvallargildi, alþjóðalög og friðsamleg samskipti ríkja.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Það dylst engum að við stöndum á krossgötum, hvað varðar öryggismál Evrópu og þá um leið í okkar eigin öryggis- og varnarmálum.</p> <p>Atlantshafsbandalagið hefur verið hryggjarstykkið í sambandi Bandaríkjanna og Evrópu síðustu 76 árin. Þetta er lifandi samband sem hefur þróast og staðið af sér pólitíska sviptivinda. Bandalagið hefur á hernaðarsviðinu aldrei staðið eins sterkt frá lokum kalda stríðsins. Útgjöld til varnarmála hafa verið stóraukin, hernaðargeta styrkt, fjölgað í liðsafla og aðgerðir sem miða að því að auka stöðuvitund, fælingarmátt og varnir hafa verið virkjaðar.</p> <p>Það sem við þurfum að tryggja er að pólitíska sambandið sé lifandi, öflugt og virkt.</p> <p>Við deilum ríkum hagsmunum með Evrópu. Sterk Evrópa þýðir í mínum huga sterkt Atlantshafsbandalag og rennir styrkari stoðum undir samband Evrópu og Bandaríkjanna.</p> <p>En hvert er okkar hlutverk og hvað eigum við sjálf að gera?</p> <p>Nú eru bráðum 20 ár frá brotthvarfi varnarliðsins, þegar Ísland þurfti á skömmum tíma að taka ábyrgð á eigin vörnum. Sá rammi er enn í dag næstum óbreyttur, þó heimurinn hafi gerbreyst, verkefnin vaxið og þátttaka okkar í fjölþjóðlegu varnarsamstarfi tekið stórstíga breytingum.</p> <p>Ég er sannfærð um að við stöndum nú aftur á sögulegum tímamótum, sem kalla á að við tökum sjálf okkar eigin öryggis- og varnarmál fastari tökum, í samvinnu við okkar bandamenn. Þessi ríkisstjórn er ekki hrædd við að setja þessi mál á oddinn og við ræddum þau í þaula í stjórnarmyndunarviðræðunum. Það væri með öllu ábyrgðalaust að sitja með hendur í skauti, bíða og vona.</p> <p>Viðfangsefnin eru mörg en ég vil setja niður nokkur leiðarljós sem við þurfum að huga að þegar við horfum til þess hvert skal haldið í öryggis- og varnarmálum, og í þeirri vinnu sem framundan er við mótun stefnu á þessu sviði.</p> <p>Í fyrsta lagi, eigum við að vera verðugur, ábyrgur og virkur bandamaður annarra ríkja þar sem við tryggjum öryggi okkar í þéttu samstarfi við okkar bandalagsríki.</p> <p>Grunnstoðirnar í vörnum landsins eru að mínu mati óbreyttar, en krefjast aukinnar virkni og ræktarsemi. Þar skipta aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin mestu máli. Landfræðileg lega Íslands fyrir öryggi- og varnir Norður-Ameríku og Evrópu vegur hér þungt. Það þýðir þó ekki að við getum alfarið treyst á aðra. Það er ekki valkostur. En við þurfum að endurmeta stöðu okkar. Við viljum að sjálfsögðu hafa áhrif með virkri þátttöku og samstarfi, hvort heldur innan Atlantshafsbandalagsins eða gagnvart Bandaríkjunum. Þannig gætum við best að okkar varnarhagsmunum. Mikilvægasta framlag Íslands er auðvitað stuðningur við eftirlit og aðgerðir okkar samstarfsríkja hér á Íslandi, rekstur íslenska loftvarnarkerfisins og líka þátttaka í verkefnum bandalagsins.</p> <p>Við eigum að stórefla samstarf við okkar grannríki, sérstaklega Norðurlöndin, innan norræna varnarsamstarfsins, JEF-sameiginlegu viðbragðssveitarinnar í samstarfi við Breta en einnig efla tvíhliða samstarf við Þýskaland, Frakkland, og Pólland sem eru lykilríki í Evrópu. Þá hefur samstarf bandalagsríkjanna sjö á norðurslóðum verið sett í forgang, til að mæta vaxandi öryggisáskorunum á svæðinu.</p> <p>Vægi Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum mun aukast, hvað sem hverjum finnst. Þetta sjá okkar nánustu samstarfsríki í Evrópu, Noregur og Bretland, og við eigum að horfa til þess líka.</p> <p>Því þannig vinnum við með ríkjum sem hafa getu og þekkingu til að bregðast við á okkar nærsvæði með skömmum fyrirvara, sérstaklega í óvissu- og spennuástandi, þar sem ríður á að árétta fælingu og varnir til að afstýra átökum.</p> <p>Í öðru lagi, þurfum við að horfa á hvað við getum gert sjálf til að tryggja stöðuvitund, öryggi, varnir og áfallaþol. Þar höfum við verulegt svigrúm til að gera betur sjálf og með öðrum.</p> <p>Ég hef talað fyrir því að við þurfum að horfa fordómalaust á stofnana- og lagaumgjörð öryggis- og varnarmála, sem hefur verið næstum óbreytt í að verða 20 ár. Þá á ég við að horfa þurfi til þess hvernig við nýtum mannauð, fjármagn og getu með skilvirkum og hagkvæmum hætti, samhliða auknum umsvifum. Okkur hefur tekist að styrkja samstarf þvert á stofnanir. Á varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins starfa í dag, hlið við hlið, fulltrúar frá ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og netöryggisteymi stjórnvalda við áætlanagerð og greiningar.</p> <p>Þetta samstarf þarf að styrkja enn frekar í sessi m.a. með því að færa netöryggisteymið inn í ráðuneytið. Við þurfum að horfa á öryggisáskoranir með heildstæðari hætti núna þegar við stöndum frammi fyrir margvíslegum fjölþáttaógnum, sem oft eru sniðnar að okkar veikleikum og skorti á sameiginlegri stöðuvitund og viðbragði.</p> <p>Í þriðja lagi, þarf að huga að undirstöðunum, samfélaginu sjálfu og getu þess til að verjast áföllum og standa þau af sér.</p> <p>Ísland stendur öðrum framar í glímunni við náttúruöflin en við þurfum að huga betur að öryggi okkar hvað varðar ógnir af mannavöldum. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir tilraunum ríkja til að hafa óeðlileg áhrif á opinbera umræðu, fjárfestingar og vísindasamstarf.</p> <p>Í fjórða lagi, þurfum við að vera raunsæ og gera okkur grein fyrir því að við þurfum að leggja til aukið fjármagn og mannskap.</p> <p>Við fjárfestum í dag miklu minna en okkar helstu grannríki í öryggismálum, hvort heldur horft er til varna eða almenns öryggis. Því þarf að breyta. Það er skilningur á sérstöðu Íslands sem herlausrar þjóðar en ef við viljum hafa áhrif á okkar hagsmuni og huga að öryggi okkar gagnvart þeim hraðfara breytingum sem nú eru að eiga sér stað þá þurfum við að gera meira.</p> <p>En hvað þýðir þetta - er spurning sem ég fæ núna gjarnan. Efling varna okkar felst m.a. í að styrkja þyrluflota LHG, efling löggæslu, sérþekkingar innanlands á varnarmálum, sterkara netöryggi, gervihnetti, geta lifað af sundurklippta neðansjávarkapla, Við þurfum að efla samstarf við atvinnulífið, fyrirtækin í landinu sem gegna mikilvægu hlutverki fyrir öryggi okkar, bæði þegar kemur að áfallaþoli en einnig með sínu hugviti og framleiðslugetu, sem skiptir máli þegar við fjárfestum meira í eigin öryggi.</p> <p>Mannauðurinn er okkar mikilvægasta auðlind. Nú starfa um 100 manns að varnartengdum verkefnum hér heima og erlendis. Sá fjöldi mun líklega tvöfaldast á næstu fimm árum. Það þarf því að leggja rækt við fólkið okkar, þjálfun, fræðslu og rannsóknir.</p> <p>Síðast en ekki síst þarf að dýpka pólitíska samtalið og almenna umræðu hér heima.</p> <p>Ég mun beita mér fyrir því að efla samtal og samstarf á pólitíska sviðinu um varnarmálin, bæði innan þingsins, í stjórnkerfinu og við almenning. Við þokumst lítt áfram nema það verði gert og skilningur almennings á mikilvægi varnarmála aukist. </p> <p>Innan þingsins verður lögð áhersla á reglubundið samráð og upplýsingagjöf og opna umræðu á borð við þá sem fram fór í síðustu viku, sem var afar gagnleg. Ríkisstjórnin hefur nú sett á fót ráðherranefnd um öryggis- og varnarmál sem mun vera vettvangur upplýsingaskipta milli ráðherra. Sömuleiðis mun ég leggja mig fram um að eiga virk samtöl við formenn allra flokka – í stjórn og stjórnarandstöðu. Ég boðaði fyrsta slíka fundinn einmitt í morgun . Ég vil undirstrika hér hversu brýnt það er fyrir okkar kjörnu fulltrúa og þau sem standa í stafni niðri í þingi að taka þessi mál alvarlega.</p> <p>Þegar þingið vann að endurskoðun þjóðaröryggisstefnunnar fyrir tveimur árum lagði ég til að innan stefnunnar yrði áskilað að vinna sérstaka varnarstefnu fyrir Ísland. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi, en í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um að mótuð verði ný öryggis- og varnarmálastefna. Sú vinna er þegar hafin og ekki vanþörf á. Ég mun leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál í vor og í haust hyggst ég svo leggja fram stefnuna.</p> <p>Þær sviptingar á alþjóðavettvangi sem við höfum orðið vitni af síðustu vikur undirstrika enn frekar mikilvægi þessarar vinnu.</p> <p>Kæru fundargestir.</p> <p>Ég er stolt af því að tilheyra þeim sterka kvennahópi sem verður hér í pallborði á eftir. Það er ekki langt síðan svona viðburðir voru haldnir og einungis karlar mættu til að taka þátt í umræðum. Nú erum við fjórar konur og það er ekkert tiltökumál.</p> <p>En við erum ekki hér vegna þess að við erum konur. Við erum hér vegna þess að við höfum þekkingu og reynslu á sviði utanríkis-, öryggis- og varnarmála. Við hefðum getað setið hér og rætt um hvernig það er að vera kona í þessum geira en þegar heimsmyndin breytist eins hratt og hún hefur verið að gera síðustu daga og vikur þá er ekki hægt að setja fókusinn annað en á stöðuna eins og hún blasir við. Og til þess erum við hér. Þó það sé líka mjög mikilvægt að raddir kvenna heyrist þegar kemur að þessum málum.</p> <p>Ég vonast til þess að samtalið í dag getið verið aflvaki fyrir þá vinnu sem senn fer í hönd og hlakka til þess að taka þátt í umræðunni hér á eftir.</p> <p>Takk fyrir mig.</p> | |
27. febrúar 2025 | <span></span> <p>Blikur eru á lofti í alþjóðamálum og þá stöðu ber að taka alvarlega. Í fyrsta sinn í áttatíu ár er barist um landamæri á meginlandi Evrópu. Alþjóðalög eiga undir högg að sækja, bæði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar. Merki eru um að leiðtogar stórveldanna telji sig í krafti máttarins geta vélað um málefni annarra og smærri ríkja án þess að nægilegur gaumur sé gefinn að sjónarmiðum þeirra. Okkur hefur verið að birtast sífellt betur ólík sýn ríkja á þá grundvallarskyldu alþjóðasamfélagsins að tryggja virðingu fyrir alþjóðalögum, landamærum og landhelgi ríkja, sem og grunngildum mannréttinda, frelsis og lýðræðis sem alþjóðakerfið byggist á.</p> <h2>Stöndum vörð um alþjóðakerfið</h2> <p>Í ávarpi mínu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í upphafi vikunnar, því fyrsta síðan Ísland tók sæti í ráðinu á nýjan leik, lýsti ég áhyggjum af þessari þróun og hvatti til að ríki heims legðust sameiginlega á árarnar og stæðu vörð um alþjóðakerfið sem komið var á fót með stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir áttatíu árum.</p> <p>Hér eigum við Íslendingar eiginlega allt undir. Okkur hefur farnast vel á lýðveldistímanum, höfum brotist til velsældar á þeim grunni sem stofnað var til í styrjaldarlok 1945, þar sem ríki heims sameinuðust um að snúa baki við stríði og leggja áherslu á mannréttindi sérhverrar manneskju og jafnan rétt allra ríkja, stórra sem smárra. Það felast þess vegna verulegir hagsmunir í því fyrir okkur að standa vörð um þá heimsmynd sem hefur verið við lýði, það regluverk sem sett var á laggirnar og þá trú á manngildi sem við höfum haft í heiðri. Ekki síst að alþjóðalög haldi og séu virt.</p> <p>Þessi sýn hefur frá upphafi haft það meginmarkmið að koma í veg fyrir landvinningastríð og í ávarpi mínu dró ég fram að ólögleg allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu væri skýrasta dæmið um þá þróun sem við værum að horfa upp á. Á mánudag voru einmitt þrjú ár liðin frá því að Pútín Rússlandsforseti hóf þá skelfilegu vegferð og var þess minnst með ýmsum hætti, m.a. með fundahöldum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Gott var að sjá leiðtoga allra Norðurlandanna þar samankomna en það sendir skýr skilaboð um afstöðu og einarðan stuðning ríkjanna, þ.m.t. Íslands. Sama dag samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York harðorða ályktun um innrás Rússlands í Úkraínu og var gleðilegt að sjá að meirihluti aðildarríkjanna skyldi þar fylkja liði þrátt fyrir viðleitni stærri ríkja til að drepa málum á dreif.</p> <h2>Í mannréttindaráðinu á umbrotatímum</h2> <p>Seta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna næstu þrjú árin á þessum umbrotatímum er mikil áskorun. Um ábyrgðarhlutverk er að ræða sem ég ætla sem utanríkisráðherra að beita mér fyrir að við rækjum af alúð og festu. Það felur nefnilega líka í sér tækifæri fyrir okkur að sýna hvaða gildi við Íslendingar setjum á oddinn og sanna að við erum óhrædd við að beita okkur í þeirra þágu.</p> <p>Við Íslendingar höfum margt gott fram að færa á þessum vettvangi. Það höfum við nú þegar sýnt. Það er litið til okkar í mörgum málum, ekki síst í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks, enda erum við þar í fararbroddi líkt og alþjóðamælikvarðar gefa jafnan til kynna.</p> <p>Við höfum hins vegar ekki farið varhluta af því bakslagi sem orðið hefur í mannréttindamálum á heimsvísu. Því miður enduróma sömu sjónarmið hér á Íslandi sem gerast nú hávær á alþjóðavísu. Hugmyndafræði sem grefur undan réttindum fólks flæðir yfir landamæri í gegnum samfélagsmiðla og því verðum við að vera vakandi fyrir. Slík hugmyndafræði má ekki taka sér bólfestu í okkar samfélagi. Þar berum við stjórnmálafólk mikla ábyrgð. Þeim mun mikilvægara er að rödd Íslands heyrist hátt og skýrt. Við þurfum að leggja okkar af mörkum til að sporna gegn því bakslagi sem orðið hefur. Hvers vegna segi ég þetta? Jú, einmitt vegna þess að Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt, þar með talin alþjóðleg mannúðarlög og mannréttindalög.</p> <h2>Stöndum saman gegn bakslagi</h2> <p>Á Íslandi höfum við einsett okkur að búa til samfélag þar sem hvert og eitt okkar fær að njóta sín, óháð kyni, litarhafti, trú, kynvitund eða kynhneigð. Við þurfum vissulega að hafa í huga að vinnunni að bættum mannréttindum lýkur aldrei. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Verkið sem við okkur blasir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna næstu þrjú árin er ærið en við munum beita okkur með þeim hætti að hægt verði að ganga stolt frá borði. Við munum láta að okkur kveða í áherslumálum Íslands og undirstrika að öll ríki heims standi við alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Þannig er best tryggt að við öll fáum notið sjálfsagðra réttinda og frelsis. Slíku samfélagi vil ég búa í.</p> <p><em>Greinin birtist á Vísi 26. febrúar 2025.</em></p> | |
24. febrúar 2025 | <span></span> <p>Engum dylst að breytingar eru að verða á alþjóðavettvangi sem varða okkur Íslendinga miklu. Ráðamenn í Evrópu hafa meðtekið skýr skilaboð nýrra stjórnvalda í Bandaríkjunum um að Evrópuríki verði að leggja mun meira af mörkum til að tryggja öryggi álfunnar. Hér getur Ísland ekki skorast undan ábyrgð.</p> <p>Bandaríkin hafa verið eitt nánasta og traustasta samstarfsríki Íslands allt frá lýðveldisstofnun, hvort sem litið er til varnarmála, viðskipta eða menningarlegra tengsla. Við munum halda áfram að rækta góð samskipti okkar við þessa vinaþjóð eins og við höfum gert hingað til.</p> <p>Þegar svo náið samstarfsríki gefur til kynna breyttar áherslur leggjum við að sjálfsögðu við hlustir. Við höfum vissulega hækkað framlög okkar til varnarmála undanfarið og lagt okkar af mörkum til að styðja varnir Úkraínu. En okkur er ekki stætt á öðru en að spýta verulega í lófana til að tryggja eigið öryggi og leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna.</p> <h2>Öryggi og varnir grundvöllurinn</h2> <p>Frá allsherjarinnrás Rússa fyrir þremur árum hefur uppbygging sameiginlegra varna hjá ríkjum Atlantshafsbandalagsins verið í algjörum forgangi allra bandalagsríkja ásamt því að styðja varnir Úkraínu. Allt miðar þetta að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins.</p> <p>Auðvitað myndu flest ríki kjósa að verja fjármunum í eitthvað annað, en þau telja að það yrði dýrkeypt að geta ekki tryggt eigið öryggi. Þetta á líka við um Ísland. Við verðum líka að forgangsraða í þágu öryggis og varna sem eru í reynd grundvöllur blómlegs efnahagslífs og félagslegrar samtryggingar.</p> <p>Nú þegar nær þrjú ár eru liðin frá upphafi allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu eygjum við möguleikann á friði í Úkraínu. Við þurfum hins vegar að hafa það hugfast að samkomulag um framtíðarskipan mála í Úkraínu þarf að vera á grundvelli alþjóðalaga og án óréttmætra kvaða á það ríki sem ráðist var á með ólögmætum hætti og að tilefnislausu. Hver sú lausn sem verðlaunar þann sem fer fram með ofbeldi er skammgóður vermir. Ofbeldismenn sem fá öllu sínu framgengt hafa enga ástæðu til annars en halda áfram á sömu vegferð.</p> <h2>Enginn friður án réttlætis</h2> <p>Á Alþingi höfum við öll verið staðföst í stuðningi við Úkraínu og nú er mikilvægt að við tölum einni röddu um grundvallarstaðreyndir. Pútín ber ábyrgð á þessu stríði, Rússland er árásaraðilinn. Úkraínuforseti er lýðræðislega kjörinn, þótt kosningum hafi eðlilega verið frestað vegna stríðsins. Þessu má ekki snúa á hvolf.</p> <p>Við verðum að senda skýr skilaboð um að við stöndum með alþjóðalögum og rétti. Ef hægt er að beygja Úkraínumenn í duftið verður rekinn fleinn í hjarta Evrópu. Friður án réttlætis á sér litla framtíð.</p> <p>Í mínum huga er verkefnið skýrt. Þetta snýst um það að verja lýðræðið, standa vörð um vestræn gildi og mannréttindi og láta ekki utanaðkomandi öfl sundra þeirri samstöðu og því skipulagi alþjóðakerfisins sem hefur tryggt okkur frið og velsæld alveg frá síðari heimsstyrjöld. Að þessari samstöðu er nú markvisst sótt og við Íslendingar, líkt og vinaþjóðir í Evrópu allri og í Atlantshafsbandalaginu, þurfum nú að hafa augun á þeim mikilvægu hagsmunum sem eru í hættu, um frið, frelsi og okkar eigið öryggi.</p> <h2>Barátta fyrir friði, gegn ofríki</h2> <p>Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um sannleikann og láta ekki blekkjast af þeim sem vilja afvegaleið umræðuna og ýta undir óróleika. Þar berum við stjórnmálamenn mikla ábyrgð. Nú ríður á að við hugsum til lengri tíma. Við megum ekki fórna langtímahagsmunum um frið og öryggi til þess eins að slá pólitískar keilur í umræðunni hér heima fyrir heldur verðum við að efla samstöðu meðal fólksins í landinu. Þetta snýst fyrst og síðast um baráttu hinna frjálsu, lýðræðislegu, vestrænu afla gegn ofríki. Þetta snýst um baráttu gegn ólöglegu árásarstríði og baráttu fyrir mannréttindum, baráttu fyrir friði og baráttu fyrir lýðræði í heiminum.</p> <p>Á Alþingi í vikunni flutti ég skýrslu um öryggi og varnir Íslands og þar mátti heyra að þingheimur er sammála um að halda áfram að styðja við Úkraínu. Ekki bara fyrir fólkið í Úkraínu heldur líka fyrir frið, frelsi og mannréttindi í Evrópu allri og öryggi okkar allra. Samstaða er núna lykilatriði, að þora að standa gegn öfgaöflum hvaðan sem þau koma. Við þurfum að gera hvað sem við getum til að stuðla að friði. Því að lokum snýst þetta að sjálfsögðu allt um nákvæmlega það. Að ná fram varanlegum og réttlátum friði.</p> <p><em>Greinin birtist á Vísi 22. febrúar 2025.</em></p> | |
24. febrúar 2025 | <span></span> <p><span><em>The writer is Denmark’s foreign minister. He writes together with the other foreign ministers of the Nordic and Baltic countries. Published in <a href="https://www.ft.com/content/30d4f37c-fa79-4623-8670-ac8ef836e573" target="_blank">Financial Times</a> 24 February 2025.</em></span></p> <p><span>There are certain milestones you look forward to. A birthday. A wedding anniversary. Your national day. And then there are those milestones you would do anything to avoid. Today belongs in the latter category.<br /> </span></p> <p><span>Ukraine has been under attack from Russia for more than 10 years. And the full-scale, illegal and unprovoked invasion has now lasted for three years — a full 1,096 days. This is how long the Ukrainian defenders have been repelling the attacks of Putin’s army of killers. Meanwhile, millions of civilians in Ukraine continue to fear for their families and their future. Dreams have been shattered and everyday life has been turned upside down.</span></p> <p><span>Those years will never come back. Nor will the thousands of killed Ukrainians. And for what? Because Vladimir Putin, with his imperial ambitions, decided that it should be so.</span></p> <p><span>The Nordic-Baltic countries have supported Ukraine since the beginning of Russia’s full-scale war of aggression. Our support has been a top priority and remains so — militarily, politically, financially, and by humanitarian means. Ukraine is not only fighting for itself, but for all of Europe.</span></p> <p><span>Both in relative terms and in absolute numbers, our countries have been some of the largest contributors to Ukraine. Together, the Nordic-Baltic countries are the world’s second largest military donor to Ukraine after the United States. We are proud to stand fully and firmly behind our Ukrainian friends in defending freedom and security in Europe. At the same time, this calls for serious reflection.</span></p> <p><span>This is a team effort. The future of Ukraine is the future of Europe. European unity has been historic when it comes to sanctions and mobilising political support. But how can it be that eight small countries in northern Europe are leading in that support?</span></p> <p><span>In this existential moment, we are ready and willing to do more. But as the future of European security hangs in the balance, now is the time for the whole of Europe to step up. It’s about prioritising the security of Ukraine and Europe.</span></p> <p><span>Going forward, three things must be clear.</span></p> <p><span>First, before discussing postwar plans, we should do everything we can to help Ukraine achieve peace through a position of strength.</span></p> <p><span>Strength on the battlefield translates to strength at the negotiating table. The sense of urgency must be clear to everyone. We need to provide more military support as quickly as possible to bolster Ukraine and deter Russia from further aggression. We have to move faster and be more resolute. More countries need to do more. Europe must take on a larger responsibility.</span></p> <p><span>Second, any settlement must be sustainable over time. This requires Ukrainian and European commitment and involvement. As Ukrainian President Volodymyr Zelenskyy said at the Munich Security Conference: “No decisions about Ukraine without Ukraine. No decisions about Europe without Europe.”</span></p> <p><span>Third, If Europe steps up, we will also become a stronger partner for the US. It is only by increasing our own efforts that we will become indispensable in future negotiations.</span></p> <p><span>We too are focused on ending the war of aggression. But a quick deal risks becoming bad — and dangerous — if it does not lead to a lasting and just peace in Ukraine that includes strong security guarantees. A peace that respects Ukraine's borders and right to self-determination and ensures that Russia cannot exploit the situation to rearm and attack again. A deal imposed on Ukraine will not be sustainable.</span></p> <p><span>We are ready to think creatively to find new financing for Ukraine's military. The time to do so is now. But the European countries must dig deeper into their pockets.</span></p> <p><span>Russia is the most significant direct threat to the security order that we, together with our American allies, have built in Europe since the second world war. This remains true in the long term, regardless of how the war against Ukraine unfolds.</span></p> <p><span>“Reset” is a tested path — it has brought nothing but conflict. Therefore, in addition to doing everything we can to support Ukraine, we must invest much more in our own defence, ensuring that Nato’s defence plans can be implemented in all circumstances.</span></p> <p><span>President Zelenskyy is an elected statesman who has heroically led Ukraine through three years of constant attacks on his country and people. We owe it to Ukraine that there is no fourth anniversary of the full-scale war. This requires all of Europe to step up. It is still not too late. Let’s go.</span></p> <p><span><em>The following foreign ministers also contributed to this article: Margus Tsahkna (Estonia); Elina Valtonen (Finland); Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Iceland); Baiba Braže (Latvia); Kęstutis Budrys (Lithuania); Espen Barth Eide (Norway); Maria Malmer Stenergard (Sweden).</em></span></p> | |
24. febrúar 2025 | <span></span> <p style="text-align: center;"><span><strong>58th Session of the Human Rights Council <br /> <br /> High-level Segment <br /> <br /> Statement by H.E. Thorgerdur Katrín Gunnarsdóttir<br /> <br /> Minister for Foreign Affairs of Iceland</strong></span></p> <p><span>Madam Vice-President,</span></p> <p><span>I am tempted to begin my very first address to the Human Rights Council by quoting the preamble of the United Nations Charter, signed eight decades ago this June. </span></p> <p><span>To recall the pledge that was made in 1945 in San Francisco USA to, and I quote, „save succeeding generations from the scourge of war,“ and, „to reaffirm faith in fundamental human rights, in the dignity and worth of the human person, in the equal rights of men and women and of nations large and small“.</span></p> <p><span>It seems to me appropriate, as we celebrate the 80th anniversary of the United Nations, to bring these fundamental principles back to our minds, since we regrettably appear to be moving through rather rough seas.</span></p> <p><span>The international system is being challenged exactly when we need it the most, with worrying signs of willingness by major states to put aside all of that which has served us so well. <br /> Once again there are those who seek to govern through the rule of the strongest, where might makes right, fundamental human rights be damned, equal rights of nations large and small no longer the guiding principle.</span></p> <p><span>The examples of this dangerous trend of disregard for international law are unfortunately many – but the clearest sign is something we are very much focused on today, as we send our best wishes to the people of Ukraine. </span></p> <p><span>Today marks the day that their neighbour, Russia, three years ago began its illegal and wholly unjustified full-scale invasion and war of aggression.</span></p> <p><span>Slava Ukraini.</span></p> <p><span>Distinguished audience,</span></p> <p><span>It is my privilege to address this Council as the Foreign Minister of a country now serving as an elected member. This is the second time Iceland serves on the Council, following our half-term in 2018-2019. We return determined to actively contribute to the Council’s core mandate of advancing the promotion and protection of human rights and fundamental freedoms of all people, and to address human rights violations and abuses anywhere.</span></p> <p><span>The UN Charter’s preamble provides us with a guiding light in this sense, one we take to heart and pledge to uphold.</span></p> <p><span>We recognize that global challenges cannot be solved only with those who agree with us on everything. We will therefore seek to engage with countries from all regions of the world in an inclusive manner towards our common goal of advancing the dignity of equality of all human beings. <br /> During our membership, we will focus specifically on children and youth, on the rights of women and girls and on the rights of LGBTQIA+ people. There is ample reason to put these issues front and center. </span></p> <p><span>We realize that not every United Nations member state has yet arrived at the same conclusion we have, that advancement of gender equality and human rights of all people, regardless of gender or sexual orientation, is key to releasing the true potential of society; that equality and prosperity are in fact strongly linked. </span></p> <p><span>To them I say that we are all God’s children, equal and entitled to the same rights and respect. We hope through our work on this Council to bring others further along with persuasion and perseverance.<br /> It is a matter of some pride for us that Iceland is seen as a trailblazer in terms of gender equality. While we still have work to do at home, I want to share with you a recent development related to political participation and representation; namely that the new three-party coalition government, of which I am part of, is led by three women, a first in our history.</span></p> <p><span>Iceland has also seen progress with regard to LGBTQIA+ rights. We have gone from number 18 in 2018 to number 2 on the ILGA-Europe rainbow map, as a result of legislative action.<br /> We take pride in the policies that underpin this success and there is broad consensus around them at home. </span></p> <p><span>Nevertheless, we are not immune in Iceland to the negative trends that have emerged internationally, the backlash against what I consider progress.<br /> Ideologies that undermine the existence and rights of individuals, particularly transgender individuals, unfortunately flow across borders through social media. This is especially concerning as these ideologies now seem to originate in some of the most powerful countries in the world.<br /> For me, the starting point is a simple truth: no person should have to live in fear of persecution and violence. This continues to apply if the persecution is based on a person´s sexual orientation or gender identity. And we will not hesitate to stand up on their behalf here in this venue, amplifying the voices of those who fight for their rights. Because we are all born free and equal.</span></p> <p><span>Your Excellencies,</span></p> <p><span>The founders of the United Nations eighty years ago determined to practice tolerance and live together in peace with one another as good neighbors, to unite their strength to maintain international peace and security, and to ensure, by the acceptance of principles and the institution of methods, that armed force shall not be used, save in the common interest, and to employ international machinery for the promotion of the economic and social advancement of all peoples.</span></p> <p><span>Theirs were worthy goals.</span></p> <p><span>It would be wrong to say they have all been achieved without difficulty so far. Far from it. The Israeli warfare in Gaza for fifteen months following the Hamas terrorist attack on 7 October 2023 is only the latest testament of the failure of our system to address urgent crises. And yet that complex problem now seems more divisive than ever, the talk of removal of people from Gaza being only the latest example of the crossroads we now find ourselves at. </span></p> <p><span>We also see conflicts elsewhere, where people live in fear and their human rights are being eroded. An example are the rights of women and girls in Afghanistan, which now seem barely to exist. That should not be tolerated in our world.</span></p> <p>Our international system, the rules-based order we have increasingly lived by, is under attack, by forces that mean to reshape our world, who ultimately want to do away with multilateralism altogether.</p> <p>There is only one way to meet these challenges. We must redouble our efforts, recommit ourselves to principles laid out in the UN Charter.</p> <p>It may prove difficult. It may require sacrifices – for sure it will require sacrifices since, after all, the world is a different place than it was in 1945, and the United Nations must reflect those changes through reform and renewal.</p> <p>But by addressing in unison the challenges faced by humanity we are more likely to succeed and only with common rules can we act united.</p> <p>We need to reaffirm our faith in fundamental human rights, in the dignity and worth of all people, in the equal rights of all people and of nations large and small.</p> <p>I thank you.</p> |
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurnSkilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.
Takk fyrir.