Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar utanríkisráðherra

Áskriftir
Dags.Titill
24. febrúar 2025Blá ör til hægriAð verja friðinn<span></span> <p>Engum dylst að breytingar eru að verða á alþjóðavettvangi sem varða okkur Íslendinga miklu. Ráðamenn í Evrópu hafa meðtekið skýr skilaboð nýrra stjórnvalda í Bandaríkjunum um að Evrópuríki verði að leggja mun meira af mörkum til að tryggja öryggi álfunnar. Hér getur Ísland ekki skorast undan ábyrgð.</p> <p>Bandaríkin hafa verið eitt nánasta og traustasta samstarfsríki Íslands allt frá lýðveldisstofnun, hvort sem litið er til varnarmála, viðskipta eða menningarlegra tengsla. Við munum halda áfram að rækta góð samskipti okkar við þessa vinaþjóð eins og við höfum gert hingað til.</p> <p>Þegar svo náið samstarfsríki gefur til kynna breyttar áherslur leggjum við að sjálfsögðu við hlustir. Við höfum vissulega hækkað framlög okkar til varnarmála undanfarið og lagt okkar af mörkum til að styðja varnir Úkraínu. En okkur er ekki stætt á öðru en að spýta verulega í lófana til að tryggja eigið öryggi og leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna.</p> <h2>Öryggi og varnir grundvöllurinn</h2> <p>Frá allsherjarinnrás Rússa fyrir þremur árum hefur uppbygging sameiginlegra varna hjá ríkjum Atlantshafsbandalagsins verið í algjörum forgangi allra bandalagsríkja ásamt því að styðja varnir Úkraínu. Allt miðar þetta að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins.</p> <p>Auðvitað myndu flest ríki kjósa að verja fjármunum í eitthvað annað, en þau telja að það yrði dýrkeypt að geta ekki tryggt eigið öryggi. Þetta á líka við um Ísland. Við verðum líka að forgangsraða í þágu öryggis og varna sem eru í reynd grundvöllur blómlegs efnahagslífs og félagslegrar samtryggingar.</p> <p>Nú þegar nær þrjú ár eru liðin frá upphafi allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu eygjum við möguleikann á friði í Úkraínu. Við þurfum hins vegar að hafa það hugfast að samkomulag um framtíðarskipan mála í Úkraínu þarf að vera á grundvelli alþjóðalaga og án óréttmætra kvaða á það ríki sem ráðist var á með ólögmætum hætti og að tilefnislausu. Hver sú lausn sem verðlaunar þann sem fer fram með ofbeldi er skammgóður vermir. Ofbeldismenn sem fá öllu sínu framgengt hafa enga ástæðu til annars en halda áfram á sömu vegferð.</p> <h2>Enginn friður án réttlætis</h2> <p>Á Alþingi höfum við öll verið staðföst í stuðningi við Úkraínu og nú er mikilvægt að við tölum einni röddu um grundvallarstaðreyndir. Pútín ber ábyrgð á þessu stríði, Rússland er árásaraðilinn. Úkraínuforseti er lýðræðislega kjörinn, þótt kosningum hafi eðlilega verið frestað vegna stríðsins. Þessu má ekki snúa á hvolf.</p> <p>Við verðum að senda skýr skilaboð um að við stöndum með alþjóðalögum og rétti. Ef hægt er að beygja Úkraínumenn í duftið verður rekinn fleinn í hjarta Evrópu. Friður án réttlætis á sér litla framtíð.</p> <p>Í mínum huga er verkefnið skýrt. Þetta snýst um það að verja lýðræðið, standa vörð um vestræn gildi og mannréttindi og láta ekki utanaðkomandi öfl sundra þeirri samstöðu og því skipulagi alþjóðakerfisins sem hefur tryggt okkur frið og velsæld alveg frá síðari heimsstyrjöld. Að þessari samstöðu er nú markvisst sótt og við Íslendingar, líkt og vinaþjóðir í Evrópu allri og í Atlantshafsbandalaginu, þurfum nú að hafa augun á þeim mikilvægu hagsmunum sem eru í hættu, um frið, frelsi og okkar eigið öryggi.</p> <h2>Barátta fyrir friði, gegn ofríki</h2> <p>Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um sannleikann og láta ekki blekkjast af þeim sem vilja afvegaleið umræðuna og ýta undir óróleika. Þar berum við stjórnmálamenn mikla ábyrgð. Nú ríður á að við hugsum til lengri tíma. Við megum ekki fórna langtímahagsmunum um frið og öryggi til þess eins að slá pólitískar keilur í umræðunni hér heima fyrir heldur verðum við að efla samstöðu meðal fólksins í landinu. Þetta snýst fyrst og síðast um baráttu hinna frjálsu, lýðræðislegu, vestrænu afla gegn ofríki. Þetta snýst um baráttu gegn ólöglegu árásarstríði og baráttu fyrir mannréttindum, baráttu fyrir friði og baráttu fyrir lýðræði í heiminum.</p> <p>Á Alþingi í vikunni flutti ég skýrslu um öryggi og varnir Íslands og þar mátti heyra að þingheimur er sammála um að halda áfram að styðja við Úkraínu. Ekki bara fyrir fólkið í Úkraínu heldur líka fyrir frið, frelsi og mannréttindi í Evrópu allri og öryggi okkar allra. Samstaða er núna lykilatriði, að þora að standa gegn öfgaöflum hvaðan sem þau koma. Við þurfum að gera hvað sem við getum til að stuðla að friði. Því að lokum snýst þetta að sjálfsögðu allt um nákvæmlega það. Að ná fram varanlegum og réttlátum friði.</p> <p><em>Greinin birtist á Vísi 22. febrúar 2025.</em></p>
24. febrúar 2025Blá ör til hægriNow is the time for Europe really to step up on Ukraine<span></span> <p><span><em>The writer is Denmark’s foreign minister. He writes together with the other foreign ministers of the Nordic and Baltic countries. Published in&nbsp;<a href="https://www.ft.com/content/30d4f37c-fa79-4623-8670-ac8ef836e573" target="_blank">Financial Times</a>&nbsp;24 February 2025.</em></span></p> <p><span>There are certain milestones you look forward to. A birthday. A wedding anniversary. Your national day. And then there are those milestones you would do anything to avoid. Today belongs in the latter category.<br /> </span></p> <p><span>Ukraine has been under attack from Russia for more than 10 years. And the full-scale, illegal and unprovoked invasion has now lasted for three years — a full 1,096 days. This is how long the Ukrainian defenders have been repelling the attacks of Putin’s army of killers. Meanwhile, millions of civilians in Ukraine continue to fear for their families and their future. Dreams have been shattered and everyday life has been turned upside down.</span></p> <p><span>Those years will never come back. Nor will the thousands of killed Ukrainians. And for what? Because Vladimir Putin, with his imperial ambitions, decided that it should be so.</span></p> <p><span>The Nordic-Baltic countries have supported Ukraine since the beginning of Russia’s full-scale war of aggression. Our support has been a top priority and remains so — militarily, politically, financially, and by humanitarian means. Ukraine is not only fighting for itself, but for all of Europe.</span></p> <p><span>Both in relative terms and in absolute numbers, our countries have been some of the largest contributors to Ukraine. Together, the Nordic-Baltic countries are the world’s second largest military donor to Ukraine after the United States. We are proud to stand fully and firmly behind our Ukrainian friends in defending freedom and security in Europe. At the same time, this calls for serious reflection.</span></p> <p><span>This is a team effort. The future of Ukraine is the future of Europe. European unity has been historic when it comes to sanctions and mobilising political support. But how can it be that eight small countries in northern Europe are leading in that support?</span></p> <p><span>In this existential moment, we are ready and willing to do more. But as the future of European security hangs in the balance, now is the time for the whole of Europe to step up. It’s about prioritising the security of Ukraine and Europe.</span></p> <p><span>Going forward, three things must be clear.</span></p> <p><span>First, before discussing postwar plans, we should do everything we can to help Ukraine achieve peace through a position of strength.</span></p> <p><span>Strength on the battlefield translates to strength at the negotiating table. The sense of urgency must be clear to everyone. We need to provide more military support as quickly as possible to bolster Ukraine and deter Russia from further aggression. We have to move faster and be more resolute. More countries need to do more. Europe must take on a larger responsibility.</span></p> <p><span>Second, any settlement must be sustainable over time. This requires Ukrainian and European commitment and involvement. As Ukrainian President Volodymyr Zelenskyy said at the Munich Security Conference: “No decisions about Ukraine without Ukraine. No decisions about Europe without Europe.”</span></p> <p><span>Third, If Europe steps up, we will also become a stronger partner for the US. It is only by increasing our own efforts that we will become indispensable in future negotiations.</span></p> <p><span>We too are focused on ending the war of aggression. But a quick deal risks becoming bad — and dangerous — if it does not lead to a lasting and just peace in Ukraine that includes strong security guarantees. A peace that respects Ukraine's borders and right to self-determination and ensures that Russia cannot exploit the situation to rearm and attack again. A deal imposed on Ukraine will not be sustainable.</span></p> <p><span>We are ready to think creatively to find new financing for Ukraine's military. The time to do so is now. But the European countries must dig deeper into their pockets.</span></p> <p><span>Russia is the most significant direct threat to the security order that we, together with our American allies, have built in Europe since the second world war. This remains true in the long term, regardless of how the war against Ukraine unfolds.</span></p> <p><span>“Reset” is a tested path — it has brought nothing but conflict. Therefore, in addition to doing everything we can to support Ukraine, we must invest much more in our own defence, ensuring that Nato’s defence plans can be implemented in all circumstances.</span></p> <p><span>President Zelenskyy is an elected statesman who has heroically led Ukraine through three years of constant attacks on his country and people. We owe it to Ukraine that there is no fourth anniversary of the full-scale war. This requires all of Europe to step up. It is still not too late. Let’s go.</span></p> <p><span><em>The following foreign ministers also contributed to this article: Margus Tsahkna (Estonia); Elina Valtonen (Finland); Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Iceland); Baiba Braže (Latvia); Kęstutis Budrys (Lithuania); Espen Barth Eide (Norway); Maria Malmer Stenergard (Sweden).</em></span></p>
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta