Hoppa yfir valmynd
28. desember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Heilbrigðisstofnanir taka á móti 30 sjúklingum til að létta álagi af LSH

COVID-19: Heilbrigðisstofnanir taka á móti 30 sjúklingum til að létta álagi af LSH - myndHeilbrigðisráðuneytið

Stefnt er að því að flytja hátt í 30 sjúklinga frá Landspítala á aðrar heilbrigðisstofnanir víðsvegar um landið til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. Skortur er á legurýmum auk þess sem hátt í 200 starfsmenn sjúkrahússins eru frá vinnu, ýmist smitaðir af Covid eða í sóttkví.

Heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratryggingar Íslands og forstjórar heilbrigðisstofnana um allt land hafa átt í nánu samstarfi undanfarið til að skapa aðstæður sem gera kleift að taka við sjúklingum frá Landspítala. Samstarfið hefur leitt til þess að nú eru samtals um 30 rými til reiðu á heilbrigðisstofnunum þar sem tekið verður á móti sjúklingum frá Landspítala sem eru færir um flutning þótt útskrift sé ekki tímabær. Sjúklingar verða fluttir á þær heilbrigðisstofnanir sem best henta hverjum og einum miðað við þarfir sjúklinganna og þjónustunnar sem í boði er á hverjum stað. Meðal annars eru 11 rými á endurhæfingarmiðstöðinni Reykjalundi.

„Það er einstakt að verða vitni að því hvað stjórnendur allra þeirra stofnana sem hlut eiga að máli hafa unnið hratt og vel og sýnt fyrirhyggju og einbeittan vilja til að leysa þann vanda sem nú steðjar að Landspítala og fyrir það er ég þakklátur“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta