Efnahagsleg áhrif farsóttar
Frá því að heimsfaraldur kórónuveiru skall á vorið 2020 hefur verið unnið að því að greina efnahagsleg áhrif farsóttarinnar á breiðum grundvelli og einnig leggja mat á valkosti í sóttvarnamálum út frá efnahagslegum sjónarmiðum.
Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði á árinu 2020 tvo hópa, annan til að tryggja eftirfylgni efnahagsaðgerða vegna faraldursins og hinn til að greina efnahagsleg áhrif valkosta í sóttvarnarmálum.
Skýrslur starfshóps um eftirfylgni efnahagsaðgerða
Starfshópur um eftirfylgni efnahagsaðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hefur unnið að söfnun upplýsinga um nýttar fjárhæðir, fjölda þeirra sem fá stuðning og skiptingu þeirra eftir atvinnustarfsemi, landshlutum, kyni og öðrum upplýsingum eftir því sem við á. Einnig verða fjármunir flokkaðir eftir því hvort þeir teljist til fjárfestinga, reksturs eða tilfærslna.
Hópurinn hefur skilað eftirfarandi skýrslum:
6. nóvember 2020: Úrræði vegna faraldurs: Nýting heimila og fyrirtækja
8. janúar 2021: Úrræði vegna faraldurs: 2. Skýrsla starfshóps. Aðgerðir vegna atvinnuástands, fólks í viðkvæmri stöðu og gagnvart sveitarfélögum
27. apríl 2021: Úrræði vegna faraldurs. 3 skýrsla starfshóps: Nýting heimila og fyrirtækja
Skýrslur starfshóps um efnahagsleg áhrif valkosta í sóttvarnarmálum
Starfshópurinn vann greiningar á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum, með tilliti til hagsmuna ólíkra samfélagshópa og geira hagkerfisins. Bæði voru metin skammtímaáhrif og áhrif á getu hagkerfisins til þess að taka við sér af krafti að nýju þegar faraldurinn og áhrif hans líða hjá.
Hópurinn vann tvær skýrslur:
15. september 2020: Efnahagsleg áhrif farsóttar og sóttvarna
15. janúar 2021: Sóttvarnir og efnahagsbati. Lokaskýrsla starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra
Að auki birti fjármála- og efnahagsráðuneytið greinargerð og minnisblað þegar ákvarðanir voru teknar um breyttar aðgerðir á landamærunum í júní og ágúst. Því til viðbótar hefur ráðuneytið unnið minnisblöð um einstaka þætti og þróun mála fyrir ráðherranefndir og ríkisstjórn.
2. júní 2020: Rýmri reglur um komur ferðamanna
14. ágúst 2020: Efnahagsleg sjónarmið við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærum
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.