Ríkisráð
Úr starfsreglum ríkisráðs
Samkvæmt 1. málsgr. 16. gr. stjórnarskrárinnar skipa forseti Íslands og ráðherrar ríkisráð og hefur forseti þar forsæti.
Forseti ákveður fundi ríkisráðs eftir tillögum forsætisráðherra og stýrir fundunum.
Bera skal upp fyrir forseta í ríkisráði öll lög, þar á meðal bráðabirgðalög og mikilvægar stjórnarráðstafanir. Til mikilvægra stjórnarráðstafana skal telja:
- Lagafrumvörp, sem ráðherra vill leggja fyrir Alþingi.
- Tillögur um að kveðja saman Alþingi, slíta því, fresta fundum þess eða rjúfa það.
- Samninga við erlend ríki sem eru mikilvægir eða þurfa staðfestingar ríkisstjóra annaðhvort samkvæmt stjórnarskránni eða samkvæmt ákvæðum samningsins.
- Tillögur um veitingu á, lausn eða frávikningu frá embætti, eða flutning úr einu embætti í annað, sem forseti veitir.
- Tillögur um, að saksókn fyrir afbrot skuli falla niður, um náðun og um almenna uppgjöf saka.
- Ríkisstjóraúrskurði, tilskipanir, opin bréf og aðrar mikilvægar stjórnarráðstafanir, sem hafa ekki þegar verið taldar hér á undan.
Sjá nánar í:
Ríkisstjórn
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.