Fundur ríkisstjórnarinnar 19. mars 2010
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar 19. mars
Forsætisráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 34/1944, um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldamerkið
Utanríkisráðherra
Schengen: Staðfesting ákvarðana ráðsins frá 30. nóvember og 22. desember 2009
Mennta- og menningarmálaráðherra
1) Ritun og útgáfa á lokabindi Sögu Íslands
2) Sumarvinna fyrir námsmenn
Efnahags- og viðskiptaráðherra
Frumvarp til laga um heimild fjármálafyrirtækis til að veita veðréttindi í tengslum við uppgjör vegna ráðstöfunar Fjármálaeftirlitsins á eignum og skuldum vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði
Umhverfisráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur
4) Viðbúnaður vegna tilrauna við björgun á hvítabjörnum
Dómsmála- og mannréttindaráðherra
1) Frumvarp til laga um framkvæmdarvald ríkisins í héraði
2) Frumvarp til laga um breyting á lögum um happdrætti
3) Frumvarp til laga um breyting á lögum um útlendinga (mansal)
4) Frumvarp til laga um breyting á lögum um útlendinga (hælisleitendur)
5) Frumvarp til laga um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands
6) Frumvarp til laga um breyting á lögum um embætti sérstaks saksóknara og lögum um meðferð sakamála
7) Verkefni Landhelgisgæslunnar fyrir Landamærastofnun Evrópu
Fjármálaráðherra
Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt - frádráttur kostnaðar vegna vinnu iðnaðarmanna við íbúðarhúsnæði, þ.m.t. sumarhús frá tekjuskattstofni að tilteknu hámarki
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
1) Frumvarp til laga um hvali
2) Frumvarp til laga um skeldýrarækt
Nánari upplýsingar veitir hlutaðeigandi ráðuneyti