Fundur ríkisstjórnarinnar 23. mars 2010
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar 23. mars
Iðnaðarráðherra
1) Frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi
2) Frumvarp til laga um breyting á lögum um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum
3) Frumvarp til laga um afnám vatnalaga nr 20/2006
4) Frumvarp til laga um breyting á lögum um skipan ferðamála
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á hafnarlögum
Fjármálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga
2) Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald og lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs
3) Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum
Heilbrigðisráðherra
Frumvarp til laga um breytingar á lögum um geislavarnir
Mennta- og menningarmálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum opinbera háskóla
Utanríkisráðherra
1) Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu mansalsbókunar við Palermó-samninginn
2) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2010
3) Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Kólumbíu
Efnahags- og viðskiptaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga (minnihlutavernd o.fl.)
2) Frumvarp til laga um rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila
Félags- og tryggingamálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 72/2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskitpi að fyrirtækjum
2) Frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum
3) Samningar um starfsendurhæfingarúrræði
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra
Ræddu um stöðugleikasáttmála SA, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, SFF, ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtaka Íslands.
Nánari upplýsingar veitir hlutaðeigandi ráðuneyti