Fundur ríkisstjórnarinnar 30. mars 2010
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar 30. mars
Fjármálaráðherra
Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, (starfsendurhæfingarsjóður)
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir nr. 60/1998
Dómsmála- og mannréttindaráðherra
1) Frumvarp til breytinga á lögreglulögum
2) Úrlausnir í fangelsismálum
Utanríkisráðherra
1) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2010
2) Frumvarp til laga um breytingu á varnarmálalögum nr. 34/2008
Félags- og tryggingamálaráðherra
1) Frumvarp til laga um Vinnumarkaðsstofnun
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/2009, um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði
Nánari upplýsingar veitir hlutaðeigandi ráðuneyti