Fundur ríkisstjórnarinnar 29. október 2010
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
1) Frumvarp til upplýsingalaga
2) Starfshópur um mótun stefnu og starfsemi sjálftæðra úrskurðarnefnda
3) Samstarfsáætlun um atvinnu og vinnumarkaðsmál
4) Styrkur til kvennaliðs Gerplu í hópfimleikum vegna þátttöku í Norðurlandamóti
Fjármálaráðherra
Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. og lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, (kyrrsetning eigna)
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Minnisblað um stofnun öryggis- og viðbragðsteymis vegna netárása (CERT)
Heilbrigðisráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 41/2007 um landlækni og brottfall laga um Lýðheilsustöð
Mennta- og menningarmálaráðherra
Frumvarp til fjölmiðlalaga
Félags- og tryggingamálaráðherra
Samráðshópur um húsnæðisstefnu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum (innlausnarréttur og matsnefnd)
3) Frv. t. l. um skeldýrarækt
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti