Fundur ríkisstjórnarinnar 14. desember 2010
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
Áskorun norrænna landsfélaga Rauða krossins um forystuhlutverk Norðurlanda um útrýmingu kjarnavopna
Iðnaðarráðherra
Endurmótun stoðkerfis atvinnulífsins
Fjármálaráðherra
Frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í Lundúnum, 8. desember 2010, um ábyrgð á (a) endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og (b) á greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Frumvarp til umferðarlaga
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti