Fundur ríkisstjórnarinnar 15. mars 2011
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Utanríkisráðherra
1) Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Perú og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Perú.
2) Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Úkraínu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Úkraínu.
3) Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa og landbúnaðarsamnings milli Íslands og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa.
4) Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Serbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Serbíu.
5) Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Albaníu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Albaníu.
6) Greinargerðir vegna rýnivinnu í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu
7) Minnisblað um jarðskjálftann í Japan
Mennta- og menningarmálaráðherra
Rekstrarstaða framhaldsskóla og mótun aðgerða
Velferðarráðherra
1) Frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.
2) Staðan á innlendum vinnumarkaði í febrúar 2011
Innanríkisráðherra
Framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti