Fundur ríkisstjórnarinnar 1. apríl 2011
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Innanríkisráðherra
1) Breyting á lögreglulögum
2) Breyting á lögum um embætti sérstaks saksóknara o.fl.
Mennta- og menningarmálaráðherra
1) Breytingar á lögum um grunnskóla nr. 91/2008
2) Opnun Hörpu 13. maí 2011
Velferðarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (EES reglur o.fl.)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (samspil örorkugreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða)
Fjármálaráðherra
Skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna
Iðnaðarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti