Fundur ríkisstjórnarinnar 3. febrúar 2012
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Innanríkisráðherra
1) Gjaldtökuheimild lögreglu vegna bakgrunnsskoðana - breyting á lögreglulögum með bandormi við frumvarp til breytinga á loftferðalögum
2) Kostnaður við vetrarþjónustu og ferjusiglingar Vegagerðarinnar umfram áætlanir
Utanríkisráðherra
1) Fundur í sameiginlegu EES-nefndinni 10. febrúar 2012. Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 1-21/2012 og 23-33/2012
2) Fullgilding upplýsingaskiptasamnings við Liechtenstein
3) Fullgilding tvísköttunarsamnings við Barbados
4) Fullgilding upplýsingaskiptasamnings við Kosta Ríka
5) Fullgilding upplýsingaskiptasamnings við Úrúgvæ
6) Fullgilding upplýsingaskiptasamnings við Barein
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.