Fundur ríkisstjórnarinnar 19. febrúar 2013
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
1) Staða mála á Alþingi
2) Leiðbeinandi erindisbréf fyrir ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra
Þingsályktun um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis – staða mála
Velferðarráðherra
1) Frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga
2) Frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra
1) Skýrsla nefndar um mótun stefnu um lagningu raflína í jörð
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum (eftirlit, verkaskipting, gjaldskrárheimild)
3) Skýrsla ráðherra um undirbúning lagafrumvarpa um bætta heildarumgjörð laga og reglna um íslenskt fjármálakerfi
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.