Fundur ríkisstjórnarinnar 22. október 2013
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Félags- og húsnæðismálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar,
nr. 100/2007, með síðari breytingum
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra
1) Fjármögnun uppbyggingar og viðhalds á ferðamannastöðum
2) Fundur með ESA vegna fjárfestingarsamninga og ívilnana
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum (úthlutun tollkvóta)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994, með síðari breytingum (áburðareftirlit, fóðureftirlit, þvingunarúrræði og viðurlög)
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.