Fundur ríkisstjórnarinnar 28. mars 2014
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Félags- og húsnæðismálaráðherra
1) Minnisblað til kynningar: Frumvarp til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála
2) Frumvarp til laga um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins
3) Frumvarp til laga um breytingar á lögum um umboðsmann skuldara, nr. 100/2010, með síðari breytingum
4) Frumvarp til laga um breytingar á lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997, með síðari breytingum
Umhverfis- og auðlindaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010
Umhverfis- og auðlindaráðherra / iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða
Heilbrigðisráðherra
Frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga
Innanríkisráðherra
Frumvarp til laga um flutning netöryggissveitar PFS til almannavarnardeildar RLS
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl., með síðari breytingum
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga (samþykktir o.fl.)
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.