Fundur ríkisstórnarinnar 20. nóvember 2015
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld (ýmsar breytingar)
2) Tillögur vegna 2, umræðu fjárlaga og fjáraukalaga
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
1) Undirbúningur að setningu lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland
2) Hafrannsóknastofnun 50 ára
Umhverfis- og auðlindaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og lögum um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu
Mennta- og menningarmálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið (útvarpsgjald, frestun gildistöku) - lagt fram til kynningar
Félags- og húsnæðismálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003, með síðari breytingum (réttarstaða búseturéttarhafa, rekstur húsnæðissamvinnufélaga)
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.