Fundur ríkisstjórnarinnar 27. nóvember 2015
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Fjármála- og efnahagsráðherra
Frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi
Innanríkisráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gatnagerðargjald
3) Frumvarp til laga um neytendasamninga
4) Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi)
Heilbrigðisráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, lögum um almannatryggingar og lögum um sjúkratryggingar (samningar sjúkratryggingastofnunar við stofnanir fyrir aldraða)
Utanríkisráðherra
1) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 188/2015 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn
2) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 191/2015 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn
3) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 195/2015 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn
Félags- og húsnæðismálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994, með síðari breytingum
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.