Fundur ríkisstjórnarinnar 30. mars 2016
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Innanríkisráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum (uppfærsla takmörkunarfjárhæða)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum (tilkynning atvika í almenningsflugi)
3) Frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum - innleiðing reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 98/2013
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (búvörusamningar, ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara og úthlutun tollkvóta)
Mennta- og menningarmálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, ásamt síðari breytingum (sjálfstætt reknir grunnskólar, breytt valdmörk ráðuneyta, tómstundastarf og frístundaheimili)
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.