Fundur ríkisstjórnarinnar 3. mars 2017
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
1) Nýjar reglur um starfshætti ríkisstjórnarinnar
2) Samþykkt ríkisstjórnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna
3) Staða mála á þingmálaskrá
4) Styrkur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar vegna Stjórnarráðsdags 2017
Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Hugmyndir að tekju- og útgjaldaráðstöfunum fyrir fjármálaáætlun 2018-2022
2) Nefnd vegna sérleyfissamninga (Concession) vegna lands í eigu ríkisins
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði (stjórn álaveiða)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (vinnsla þangs og þara)
Dómsmálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum - innleiðing reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 98/2013
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (frestun réttaráhrifa o.fl.)
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna vegna alþjóðlegra skuldbindinga
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur (einföldun, búsetuskilyrði)
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.