Hoppa yfir valmynd
24. mars 2017 Forsætisráðuneytið

Fundur ríkisstjórnarinnar 24. mars 2017

Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Forsætisráðherra
1) Framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
2) Fjárstuðningur til þróunar og rannsókna vegna framleiðslu fræðsluþátta um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsamkomulagið COP21
3) Framkvæmd 66. gr. laga um opinber fjármál

Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Áhættumat vegna framkvæmdar fjárlaga 2017
2) Frumvarp til laga um brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga, nr. 2/1997, með síðari breytingum og niðurlagningu Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands (sameining og breyting á fyrirsvari)
3) Frumvarp til laga um skortsölu
4) Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um skatta, tolla og gjöld

Fjármála- og efnahagsráðherra / samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
 Tillaga um viðbótarfé til vegaframkvæmda 2017

Dómsmálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vegabréf nr. 136/1998, með síðari breytingum (heimild til að gera samninga um vegabréf og framleiðslukerfi til lengri tíma en fimm ára)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt
 (ríkisfangsleysi)
3) Framlög ríkisins til reksturs kirkjugarða

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
 Frumvarp til laga um breytingu á lögum á sviði fjarskipta (fjarskiptasjóður, gjaldtaka fyrir tíðnir)

Heilbrigðisráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000, með síðari breytingum (málsmeðferð o.fl.)
2) Þingsályktun um  lyfjastefnu  til ársins 2022

Umhverfis- og auðlindaráðherra
 Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða

Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytingar á nafni Einkaleyfastofu
2) Staða forgangsverkefna vegna fjölgunar ferðamanna árið 2017

Utanríkisráðherra
1) Staðfesting samnings milli ríkisstjórnar Lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar Alþýðulýðveldisins Kína um undanþágu fyrir handhafa diplómatískra vegabréfsáritana frá vegabéfsáritun til stuttrar dvalar
2)  Frumvarp til laga um stofnun aðlægs beltis í hafinu

Mennta- og menningarmálaráðherra
 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992, með áorðnum breytingum (lánshæfi aðfaranáms)

Félags- og jafnréttismálaráðherra
1) Frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.
2) Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003, með síðari breytingum
4) Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd
5) Tillaga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021

Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta