Fundur ríkisstjórnarinnar 25. apríl 2017
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Dómsmálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 15/1998, og breytingalögum nr. 49/2016 (fjöldi hæstaréttardómara, meðferð ólokinna sakamála)
2) Minnisblað um UPR - allsherjarúttekt SÞ á mannréttindamálum lokið
3) Stofnun stýrihóps Stjórnarráðsins um mannréttindi
4) Verkefnisstjórn um skipta búsetu barns
Utanríkisráðherra
1) Fullgilding samnings Norðurlandanna um Norræna fjármögnunarfélagið á sviði umhverfisverndar (NEFCO)
2) Fullgilding viðbótarbókunar við Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.