Fundur ríkisstjórnarinnar 4. september 2018
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
Tillaga til forseta Íslands um að heilbrigðisráðherra verði sett til að fara með tvö kærumál er varða ákvarðanir bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vaktstöð siglinga
Dómsmálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á þinglýsingalögum (rafrænar þinglýsingar)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.