Fundur ríkisstjórnarinnar 26. október 2018
Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:
Forsætisráðherra
Tilmæli og ábendingar umboðsmanns Alþingis til ráðuneyta Stjórnarráðsins á árinu 2017
Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki (stjórn og endurskoðun)
2) Fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð 2019 - 2023
Félags- og jafnréttismálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar (framlag í lífeyrissjóði)
Heilbrigðisráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014 (gjaldtaka vísindasiðanefndar)
Dómsmálaráðherra
Frumvarp til nýrra heildarlaga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.